fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Eyjan

Ofríki meirihlutans er raunveruleg ógn við lýðræðið: Fimm þingmenn til eða frá skipta litlu máli

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 2. mars 2017 19:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingmenn Pírata hafa lagt fram frumvarp sem myndi fækka landsbyggðarþingmönnum um fimm, er markmið frumvarpsins að jafna atkvæðavægi á landsvísu. Í kosningunum síðasta haust þá voru langflest atkvæði að baki hverjum þingmanni Suðvesturkjördæmis, eða 5.240, á sama tíma voru aðeins 2.685 atkvæði að baki hverjum þingmanni Norðvesturkjördæmis.

Líkt og kom fram í nýlegri umfjöllun DV þá eru eru ákvæði í lögum um kosningar til Alþingis, sem og í stjórnarskrá, um að landskjörstjórn skuli reikna út hvort fjöldi kjósenda að baki hverju þingsæti sé í einhverju kjördæmi helmingi lægri en í einhverju öðru kjördæmi. Reynist svo skal landskjörstjórn færa eitt þingsæti frá því kjördæmi þar sem fjöldinn er minnstur til þess kjördæmis þar sem hann er mestur.

Ef frumvarp Pírata, að undanskyldum landsbyggðarþingmönnunum Einari Brynjólfssyni og Gunnari I. Guðmundssyni, verður að lögum fengju Reykjavíkurkjördæmin hvort um sig einn þingmann og Suðvesturkjördæmi fengi þrjá þingmenn til viðbótar, alls sextán. Þingmenn Norðvesturkjördæmis myndi þá fækka úr átta í sex, þingmenn Norðausturkjördæmis verða átta í stað tíu og Suðurkjördæmi fengi níu þingmenn í stað tíu.

Ágætt innlegg í umræðuna

Eyjan bar frumvarpið undir Þórodd Bjarnason prófessor í félagsfræði við Háskólann á Akureyri, segir Þóroddur að frumvarpið sé í sjálfu sér ágætt innlegg í umræðuna um atkvæðavægi og kjördæmaskipan á Íslandi. Ef það yrði að lögum þyrfti hins vegar að finna aðrar leiðir til að ná þeim grundvallarmarkmiðum sem núverandi skipulag þjónar raunar frekar illa:

Megintilgangur kjördæma er að tryggja að þjóðþingið sé samkoma allra landshluta og tekið sé tillit til hagsmuna allra landsmanna við stefnumótun, framkvæmdir og uppbyggingu á þjónustu ríkisins. Stundum er talað með fyrirlitningatón um „hagsmunagæslu“ þingmanna en flest viljum við líklega láta gæta hagsmuna okkar, hvar á landinu sem við búum,

Þóroddur Bjarnason prófessor í félagsfræði. Mynd/Skapti Hallgrímsson

segir Þóroddur. Þegar meirihluti landsmanna búi í einu borgarsamfélagi en minnihlutinn er dreifður milli margvíslegra og ólíkra samfélaga á víðáttumiklu landi skapist hins vegar hætta á því sem hefur verið kallað „ofríki meirihlutans“ sem felur í sér að sá sem hefur til dæmis 51% atkvæða getur í krafti meirihluta síns tekið 100% af kökunni:

„Þannig mætti til dæmis hugsa sér að meirihlutinn á höfuðborgarsvæðinu myndi beita aflsmun til að nýta mestallt skattfé landsmanna til fjárfestinga og uppbyggingar þjónustu í sinni heimabyggð en skattgreiðendur annars staðar á landinu sætu eftir með sárt ennið.“

Raunveruleg ógn við lýðræðið

Þóroddur segir hættuna á ofríki meirihlutans vera raunverulega ógn við lýðræðið og í flestum löndum er kjördæmakerfi af einhverju tagi beitt til að stemma stigu við henni:

Misvægi atkvæða milli kjördæma er hins vegar groddaleg aðferð til þess, og raunar gagnslítil þegar tveir þriðju hlutar þjóðarinnar búa í einu borgarsamfélagi.

Versta lausnin væri hins vegar sú að sameina allt landið í eitt kjördæmi segir Þóroddur. Í slíku kerfi ættu þeir sem héldu fram hagsmunum smærri byggðarlaga á kostnað meirihlutans á höfuðborgarsvæðinu litla möguleika á því að ná kjöri á landsvísu eða eiga aðild að ríkisstjórn landsins.

Höfuðborgarsvæðið á nú þegar meirihluta þingmanna á Alþingi og það myndi ekki breyta miklu fyrir stöðu annarra byggðarlaga þótt þingmönnum þess fjölgaði úr 35 í 40 eins og lagt er til í frumvarpi Pírata. Slík breyting gæti jafnvel orðið til bóta ef hún stuðlaði að meiri sátt um kjördæmaskiptingu landsins.

Segir hann meginviðfangsefnið vera að leita leiða til að draga úr misvægi í opinberri þjónustu milli landshluta. Í velferðarsamfélagi ættu allir að greiða í sameiginlega sjóði eftir getu og njóta þjónustu eftir þörfum, ekki eftir búsetu.

Ríkisvaldið verður í framtíðinni óhjákvæmilega á valdi meirihlutans á höfuðborgarsvæðinu. Eina raunhæfa leiðin til að koma í veg fyrir ofríki hans gagnvart öðrum landsvæðum er að flytja sem mest af tekjum og útgjöldum hins opinbera frá ríkinu til sveitarfélaganna sem starfa í umboði og þágu íbúanna á hverjum stað. Í þessu stóra samhengi skipta fimm þingmenn til eða frá litlu sem engu máli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Kjölturakkinn sem heldur að hann sé Rottweiler

Orðið á götunni: Kjölturakkinn sem heldur að hann sé Rottweiler
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sakar stjórnarandstöðuna um vanþekkingu og rekur sögu 71. gr.

Sakar stjórnarandstöðuna um vanþekkingu og rekur sögu 71. gr.
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“