fbpx
Mánudagur 22.september 2025
Eyjan

Ellefu ára stúlka sem var saknað meðal þeirra sem létust í Stokkhólmi

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 8. apríl 2017 19:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil sorg ríkir nú í Svíþjóð eftir hryðjuverkaárás gærdagsins.

Harmleikirnir sem eru afleiðing hryðjuverkaárásinnar í Stokkhólmi í gær eru nú að opinberast sænsku þjóðinni sem er nú í djúpri sorg.

Sænska dagblaðið Expressen greinir nú frá því að 11 ára gömul skólastúlka hafi verið eitt af fjórum fórnarlömbunum sem týndu lífi í árásinni í miðborg Stokkhólms í gær.

Foreldrar og aðrir ættingjar hafa leitað í örvæntingu að stúlkunni eftir að hún hvarf eftir árásina. Meðal annars hefur verið biðlað til fólks á samfélagsmiðlum í von um að einhver hefði séð hana.

Stúlkan var á leið heim úr skólanum. Hún var vön að taka strætisvagn til miðborgar Stokkhólms þar sem hún fór meðal annars um Drottninggatan-göngugötuna og skipti yfir í neðanjarðarlest til að komast heim. Rétt örfáum mínútum fyrir árásina talaði hún í síma við móður sína. Þær mæðgur ætluðu að hittast við neðanjarðarlestina og verða samferða síðasta spölinn á heimleiðinni. Það var þeirra síðasta samtal. Stúlkan skilaði sér aldrei til móður sinnar og fjölskyldan hóf leit.

Síðdegis í gær var tilkynnt að hennar væri saknað og við fórum á sjúkrahúsin og leituðum hennar. Síðar kom lögregan heim til fjölskyldunnar og tók DNA-sýni. Svo fékk móðir hennar tösku sem hafði fundist á vettvangi. Þá skynjuðum við að þetta væri slæmt,

hefur Expressen eftir systkinabarni móður stúlkunnar.

Það var fyrst nú síðdegis, eftir að búið var að bera DNA-sýni af foreldrum hennar saman við líkamsleifar sem fundust á blóðvellinum í Drottninggatan, að lögreglan gat staðfest að stúlkan væri ein þeirra fjögurra sem týndu lífi.

Það var ótrúleg raun að þetta tók svo langan tíma,

segir ættingi stúlkunnar.

Kjell Lindgren hjá Stokkhólmslögreglunni staðfestir við Expressen að búið sé að bera kennsl á eitt fórnarlambanna  og upplýsa aðstandendur en hann vill ekki veita nánari upplýsingar.

Af tillitssemi við aðstandendur gefum við ekki upp hvert fórnarlambið er,

segir hann.

Um 15 manns liggja enn á sjúkrahúsum eftir árásina í gær og sum milli heims og helju á gjörgæslu.

Búið er að handtaka 39 ára gamlan karlmann sem grunaður er um að hafa ekið vörubílnum sem ók gegnum Drottninggatan-göngugötuna. Hann mun vera fæddur í Úsbekistan. Sænska lögreglan hefur handtekið fleiri og fært til yfirheyrslu.

Mikill viðbúnaður er nú í Svíþjóð. Hið sama á við í Noregi. Til dæmis voru lögreglumenn í öllum stærstu borgum Noregs þegar í gær, þegar fregnir bárust af árásinni í Svíþjóð, látnir búast skotvopnum sem þeir eiga að bera með sér hvert sem þeir fara þar til annað verður ákveðið. Hið sama gildir um lögreglumenn á alþjóðaflugvellinum á Gardemoen utan við Ósló.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Lilju berst stuðningur úr óvæntri átt – hefnd og sögulegar sættir?

Orðið á götunni: Lilju berst stuðningur úr óvæntri átt – hefnd og sögulegar sættir?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Andri Sævar og Svava ráðin til Daga hf.

Andri Sævar og Svava ráðin til Daga hf.
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga – seldi hún sannfæringuna fyrir völd?

Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga – seldi hún sannfæringuna fyrir völd?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar