fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Eyjan

Segir nauðsynlegt með öllum tiltækum ráðum að koma í veg fyrir hreinan meirihluta Sjálfstæðisflokks

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 1. apríl 2017 16:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er rétt um það bil eitt ár þar til gengið verður til sveitarstjórnarkosninga. Það má reikna með að í Svf Árborg komi fram fjöldinn allur af framboðum, og því ekki ljóst hvaða áherslur við eigum í vændum. Umræðan um frekari sameiningar sveitarfélaga hefur verið hávær að undanförnu, og vinna þegar komin af stað um hugsanlegar sameiningar sveitarfélaga í Árnessýslu og Rangárvallarsýslu.

Það er mín skoðun að næstu kosningar verði þær síðustu sem fólk gengur að kjörborðinu samkvæmt þeirri sveitarfélagaskiptingu sem við þekkjum í dag á Suðurlandi. Búast má við því að strax á haustdögum fari stjórnmálaflokkarnir og frambjóðendur, að keppast við að kynna sig til þess að ná athygli kjósenda. Samvinna minnihlutaflokkana í bæjarstjórn Árborgar undanfarin tvö kjörtímabil hefur verið, afar góð og farsæl og því ekki fráleitt að mínum dómi að huga að sameiginlegu framboði félagshyggjuflokkanna fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar.

Í mínum huga þarf að koma í veg fyrir með öllum tiltækum ráðum að Sjálfstæðisflokkurinn, fái hreinan meirihluta þriðja kjörtímabilið í röð í Svf Árborg. Til þess að hægt verði að bjóða fram sameiginlega lista félagshyggjuflokkanna og óháðra almennra íbúa þurfa allir að koma að borðinu með heilindi og hreinskilni í farteskinu. Við eigum ekki að vera feimin við að hugsa upphátt og setja fram nýjar hugmyndir, sem hugsanlega gætu orðið að einhverju stóru.

Nú er ekki svo að margt hefur gott verið gert á valdatíma núverandi meirihluta, en allt hefur sinn tíma og nú er þörf á nýjum áherslum. Ég hvet alla sem áhuga hafa á bæjarmálum og sínu nærumhverfi, að leiða hugann að því hvort sameiginlegt framboð félagshyggjuflokkanna og annarra óháðra íbúa eigi ekki hljómgrunn í kosningunum næsta vor.

Eggert Valur Guðmundsson bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Árborg

Birtis fyrst í Suðra. Smelltu hér til að lesa blaðið í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Raunverulegur tilgangur málþófsins – andspyrnuhópur vill skipta um formann

Orðið á götunni: Raunverulegur tilgangur málþófsins – andspyrnuhópur vill skipta um formann
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?