fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Eyjan

Fyrrverandi forstjóri FBI fer með rannsókn á tengslum Rússa við Trump

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 18. maí 2017 10:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mótmælendur fyrir utan Hvíta húsið 10. maí síðastliðinn, hafa þeir búið til eftirlíkingu af forsetanum með myllumerkinu „strengjabrúða Pútíns“. Mynd/EPA

Robert Mueller hefur verið skipaður stjórnandi á ítarlegri rannsókn á hugsanlegum tengslum og afskiptum Rússa á forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra, þá sér í lagi tengslum Rússa við starfsmenn framboðs Donalds Trump forseta Bandaríkjanna. Mueller er fyrrverandi forstjóri FBI og var skipaður af staðgengli bandaríska dómsmálaráðherrans.

Möguleg tengsl Trump og starfsmanna hans við Rússa er mikið hitamál Vestanhafs enda ekki liðnir margir áratugir frá því að Rússar voru höfuðóvinur Bandaríkjanna. Hafa þingmenn bæði Demókrata og Repúblikana kallað eftir rannsókn á þessum tengslum, sérstaklega eftir að fréttir bárust af því að Trump hefði reynt að fá James Comey fyrrverandi forstjóra FBI til að fella niður rannsókn á tengslum Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump, við rússneska erindreka. Trump rak svo Comey úr embætti forstjóra FBI.

Robert Mueller stýrir rannsókninni, hann var forstjóri Alríkislögreglunnar FBI frá 2001 til 2013. Mynd/EPA

Svo bárust fregnir af því að Trump hefði látið utanríkisráðherra Rússlands, Sergei Lavrov, og sendiherra Rússa í Bandaríkjunum, fá háleynileg gögn sem varða hryðjuverkasamtökin ISIS. Hvíta húsið og rússneska utanríkisráðuneytið hafnaði því alfarið, en svo virtist Trump sjálfur á Twitter segja að hann væri í fullum rétti að deila upplýsingum með Rússum.

Í kjölfar skipunar Muellers sagði Trump á Twitter að hann vonaði að rannsóknin yrði skjót, hann hefði ekkert að fela og það hefðu ekki verið engin tengsl milli kosningaskrifstofu sinnar og Rússa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben