fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Eyjan

Múslimskur predikari í Kaupmannahöfn hvetur til morða á gyðingum

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 11. maí 2017 08:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samtök gyðinga í Danmörku hafa miklar áhyggjur af orðum múslimsk predikara sem hann lét að sögn falla við föstudagsbænir í moskunni á Heimdalsgade á Norðurbrú í Kaupmannahöfn. Þar sagði hann að sögn meðal annars að „dómsdagur renni ekki upp fyrr en múslimar berjist við gyðinga og drepi þá“.

Kristeligt Dagblad skýrir frá þessu. Þar kemur fram að bandarísk stofnun, Memri, hafi þýtt það sem predikarinn sagði í ræðu sinni og þar virðist sem hann hvetji til morða á gyðingum. Samtökin ætla nú að setja sig í samband við lögregluna til að kanna hvort grundvöllur sé fyrir að kæra predikarann.

Danska ríkisútvarpið hefur eftir Dan Rosenberg Asmussen, formanni samtaka danskra gyðinga, að hann telji að predikarinn hafi gerst brotlegur við lög um níð gagnvart ákveðnum þjóðfélagshópum á grundvelli trúar þeirra, litarháttar eða annars. Hann sagði einnig að hugsanlega væri um brot að ræða á nýlegum lögum um haturspredikara.

Samkvæmt nýju lögunum á að taka hart á þeim sem flytja hatursáróður í bland við trúarlegar predikanir og á grundvelli laganna hafa dönsk stjórnvöld bannað nokkrum þekktum haturspredikurum, bæði múslimskum og kristnum, að koma til Danmerkur.

Í predikun sinni er umræddur predikari meðal annars sagður hafa sagt að „dómsdagur renni ekki upp fyrr en múslimar berjist við gyðinga og drepi þá“. Þessi orð lét hann að sögn falla í predikun 31. mars síðastliðinn en bænastundin og predikunin hafa verið birt á YouTube. Danska ríkisútvarpið vinnur nú að því að láta þýða predikunina.

Samtök danskra gyðinga telja þýðingu bandarísku stofnunarinnar vera trúverðuga en slík hatursræða hefur að sögn Asmussen áður átt sér stað í predikunum í Danmörku.

Talsmenn umræddrar mosku svöruðu ekki beiðnum blaðamanna Kristeligt Dagblad um skýringar á ummælum predikarans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna