fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Eyjan

Ríkisstjórn Finnlands riðar til falls

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 12. júní 2017 13:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þriggja flokka ríkisstjórn í Finnlandi virðist sprungin. Mynd/EPA

Svo virðist sem þriggja flokka ríkisstjórn Finnlands sé fallin eftir að brestir komu í samstarf flokkanna þriggja sem að henni standa. Þar með er hætta á stjórnarkreppu í Finnlandi.

Miðflokkurinn, Þjóðabandalagið og Sannir Finnar mynda núverandi ríkisstjórn. Þeir hafa starfað saman í henni síðan 2015.

Miðflokkurinn og Þjóðabandalagið treysta sér nú ekki lengur til að vinna með Sönnum Finnum. Sá flokkur fékk nýlega nýjan formann sem kemur yst af hægri væng Sannra Finna sem er flokkur þjóðernissinna. Nýji formaðurinn heitir Jussi Hala-aho. Hann var kosinn formaður á laugardag og þykir umdeildur.

Finnska netfréttaveitan HBL greinir nú frá því að formenn Miðflokksins og Þjóðabandalagsins, þeir Juha Sipilä forsætisráðherra og Petteri Orpo fjármálaráðherra segi að flokkar þeirra vilji nú ekki lengur vilja vinna með Hala-aho í Sönnum  Finnum. Vísað er til samhjóða tísta beggja á Twitter þar sem báðir segja að grundvöllur samstarfs við Sanna Finna sé brostinn:

Hinn nýji formaður Sannra Finna er ekki ráðherra í núverandi ríkisstjórn Finnlands en situr bæði á finnska þinginu og Evrópuþinginu.

Þeir Sipilä forsætisráðherra og Orpo fjármálaráðherra hafa boðað blaðamannafund núna klukkan 14:00 að íslenskum tíma. Talið er að þeir muni nú leita ríkisstjórnarsamstarfs við Sænska þjóðarflokkinn og Kristilega demókrata á finnska þinginu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Búðarrölt lögreglustjórans

Óttar Guðmundsson skrifar: Búðarrölt lögreglustjórans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sérstakur fulltrúi Valhallar sendur til að anda ofan í hálsmál ritstjórnarinnar

Reynir Traustason: Sérstakur fulltrúi Valhallar sendur til að anda ofan í hálsmál ritstjórnarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sorg þeirra er okkar sorg

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sorg þeirra er okkar sorg