fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Eyjan

Vínbúðin sökuð um að sóa almannafé

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 14. júlí 2017 08:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skjáskot af Röðin.is

Ný auglýsingaherferð Vínbúðanna hefur vakið hörð viðbrögð og verið gagnrýnd fyrir að fara illa með almannafé. Auglýsingaherferðin ber heitið Röðin og er beint að starfsmönnum Vínbúðanna til að minna þá á að biðja fólk um skilríki til að koma í veg fyrir að þeir sem eru undir tvítugu geti keypt áfengi í Vínbúðunum. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra gagnrýndi auglýsingaherferðina á Fésbók og sagði hann að ríkisstofnanir ættu ekki að mörgum milljónum í að fara í kringum bann við auglýsingum á áfengi, bætti hann svo við:

Ég er viss um að all­ir starfs­menn ÁTVR vita við hvaða ald­ur fólk má kaupa áfengi.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði þetta slæma meðferð á almannafé:

Það er auðvitað ósköp einfalt að um er að ræða bruðl á almannafé og að við eigum ekki að vera greiða fyrir svona ímyndarbaráttu ríkisstofnana, sem að auki er með einokun á sinni vöru. Að segja að auglýsing sé fyrir starfsmenn er í besta falli hlægilegt, því auðvitað snýst þetta um það að sannfæra fólk um að ÁTVR sé eina búðin sem sinnt getur þessu hlutverki.

Samkvæmt upplýsingum frá Vínbúðinni sem greint er frá í Fréttablaðinu í dag kostaði herferðin 13 milljónir króna, sagði Sigrún Ósk Sigurðardóttir aðstoðarforstjóri ÁTVR að uglýsingarnar væru hvatning og áminning til starfsfólks stofnunarinnar um mikilvægi þess að biðja um skilríki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni