fbpx
Laugardagur 20.september 2025
Eyjan

Ný hryðjuverkahópur í Bretlandi beinir spjótum sínum að sumarhúsaeigendum

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 10. júlí 2017 18:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enginn slasaðist sem betur fer í fyrsta hryðjuverki CRA. Mynd/EPA

Nýr hryðjuverkahópur hefur gert vart við sig á Bretlandseyjum, vilja þeir að Cornwall segi skilið við Bretland og segist hópurinn hafa meðlim sem sé tilbúinn að deyja fyrir málstaðinn. Lýðveldisher Cornwall, e. Cornish Republican Army, hefur lýst ábyrgð á eldsvoða á veitingastað Rick Stein í bænum Porthleven sem brann þann 12. júní síðastliðinn.

Á bloggsíðu lýðveldishersins, sem nú hefur verið lokað, kom fram að staðurinn hefði verið brenndur vegna reiði á Englendingum, en Stein er enskur:

Samtökin okkar stækka og nú höfum við meðlim sem er tilbúin að láta lífið í baráttunni fyrir sjálfstæðu Kernow. Hún er tilbúin að fórna sér, en aðeins ef til þess þarf að koma,

Cornwall, eða Kornbretaland, var eitt sinn ríki Kelta. Nú er það hluti af Englandi á suðvesturhorni landsins við ófögnuð sumra íbúa.

sagði á bloggsíðunni sem deilt var með breskum fjölmiðlum. Hyggjast samtökin nú beina spjótum sínum að ensku fólki sem á sumarhús í Cornwall. Nokkur gremja er meðal heimamanna vegna húsa sem sitja tóm stóran hluta ársins og hækka fasteignaverð. Vara samtökin hótel og veitingastaði við að fljúga fána Englands, í staðinn eiga staðirnir að fljúga svörtum og hvítum fána Cornwall.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Menningarstríðið er völundarhús

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Menningarstríðið er völundarhús
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Áhrifarík þingræða Heiðu – „Sagðist hafa íhugað sjálfsvíg kvöldið áður“

Áhrifarík þingræða Heiðu – „Sagðist hafa íhugað sjálfsvíg kvöldið áður“