fbpx
Laugardagur 20.september 2025
Eyjan

May hringdi í Cameron og grátbað um stuðning

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 3. júlí 2017 14:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Theresa May forsætisráðherra Bretlands og David Cameron. Samsett mynd/EPA

Theresa May forsætisráðherra Bretlands hringdi í David Cameron fyrrverandi forsætisráðherra og grátbað hann um að lýsa yfir stuðningi við samkomulag Íhaldsflokksins og norður-írska DUP flokkinn. Greint er frá því í breska dagblaðinu Times í dag að May hafi hringt í Cameron daginn áður en greint var frá samkomulaginu við DUP, mun það hafa verið í fyrsta sinn í marga mánuði sem hún hafi rætt við Cameron. May hefur staðið í ströngu við að sannfæra Íhaldsflokkinn um ágæti þess að þingmeirihluti flokksins verði varinn af tíu þingmönnum DUP, en í skiptum fær norður-írska heimastjórnin 1 milljarð punda í aukin framlög.

Skömmu eftir meint símtal May og Cameron sagði hann á Twitter:

Verkefni forsætisráðherra í þessum aðstæðum er að tryggja eins stöðuga ríkisstjórn og hægt er – Samkomulagið við DUP gerir það. Allir Íhaldsmenn eiga að styðja það.

Heimildarmaður úr innsta hring Cameron sagði við Times:

Áttar Theresa sig ekki á hvernig þetta lítur út? Hún talaði illa um hann í kosningabaráttunni, hefur varla sagt neitt við hann síðan hún varð forsætisráðherra og svo grátbiður hún hann um stuðning.

Kostar meira að hafa ekki trausta ríkisstjórn

Michael Gove, nýskipaður umhverfisráðherra Bretlands, sagði í viðtali hjá Andrew Marr á BBC í gær að  samkomulagið við DUP sé það besta í stöðunni. Hafnaði hann því alfarið að milljarðurinn sem fari til Norður-Írlands sé sóun á fé, það kosti meira að hafa ekki trygga ríkisstjórn:

Það er aðeins ein leið að hafa trygga ríkisstjórn í landinu og það er með Theresu May sem forsætisráðherra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hildur slær á létta strengi eftir atvik í gær – „Ef ég var einhvern tímann að íhuga að kippa lýðveldinu úr sambandi“

Hildur slær á létta strengi eftir atvik í gær – „Ef ég var einhvern tímann að íhuga að kippa lýðveldinu úr sambandi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Menningarstríðið er völundarhús

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Menningarstríðið er völundarhús
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Skortur innviða flöskuháls fyrir rafvæðingu bílaflotans

Framkvæmdastjóri N1: Skortur innviða flöskuháls fyrir rafvæðingu bílaflotans
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þórdís Lóa ætlar ekki að bjóða sig fram í næstu kosningum

Þórdís Lóa ætlar ekki að bjóða sig fram í næstu kosningum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Morfís útspil Sjálfstæðismanna

Orðið á götunni: Morfís útspil Sjálfstæðismanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Ég er leiðinlegri en betur lesin

Nína Richter skrifar: Ég er leiðinlegri en betur lesin
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stefnuræða forsætisráðherra: Biður fólk um að gæta orða sinna

Stefnuræða forsætisráðherra: Biður fólk um að gæta orða sinna