fbpx
Laugardagur 20.september 2025
Eyjan

Færeyingar hyggjast banna erlent eignarhald í sjávarútvegi innan fjögurra ára: Titringur á Íslandi og í Hollandi

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 1. júlí 2017 08:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórshöfn í Færeyjum. Fremst er Þinganes þar sem er aðsetur Lögmanns Færeyja. Færeyska útvarpið segir að þangað berist nú bæði bréf og símhringingar frá æðstu stöðum á Íslandi. Mynd: Wikipeda.

Færeyska Lögþingið hefur nú til umfjöllunar frumvarp til nýrra laga um sjávarútveginn. Þar verður erlendum aðilum verður meðal annars bannað að eiga hluti í færeyskum sjávarútvegsfyrirtækjum. Gefinn verður fjögurra ára aðlögunartími til að hreinsa erlent eignarhald úr færeyska útveginum. Eftir það skulu einungis einstaklingar búsettir í Færeyjum og fyrirtæki skráð þar, hvoru tveggja til fullu skattskyld þar í landi, mega öðlast nýtingarétt á færeyskum veiðiheimildum.

Færeyska útvarpið greinir nú frá því að þetta frumvarp valdi írafári á æðstu stöðum bæði á Íslandi og í Hollandi. Nú hringi símar á skrifstofu færeyska lögmannsins, sem er ígildi forsætisráðherra, og þangað berist bréf utan úr heimi. Þetta sýni skjalaskrá lögmannsskrifstofunnar sem er stjórnarráð þeirra Færeyinga.

Það séu þeir Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra Íslands sem standi fyrir þessu.

Í skjalayvirliti frá Løgmansskrivstovuni sæst, at málið um at fáa útlendingar úr føroysku fiskivinnuni hevur fingið Mark Rutte, forsætisráðharra í Hollandi, og Gudlaug Thór Thórdarson, uttanríkisráðharra í Íslandi, at ressast við,

skrifa fréttamenn færeyska útvarpsins – Kringvarp Føroya.

Færeyskir fjölmiðlar munu einnig hafa greint frá því að Unnur Brá Konráðsdóttir forseti Alþingis og þingkona Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi hafi hringt í færeyska stjórnmálamenn til að ræða þessi mál.

Tilefni alls þessa er að hollensk og íslensk fyrirtæki eiga verulega eignarhluti í stórum útgerðafyrirtækjum í Færeyjum. Hollendingar eiga í hinu rótgróna JFK í Klakksvík. Íslenska sjávarútvegsfyrirtækið Samherji er síðan stór eigandi í færeyska útvegsfyrirtækinu Framherja.

Mark Rutte forsætisráðherra Hollendinga hefur átt símafund með Aksel V. Johanesen lögmanni Færeyja og Guðlaugur Þór Þórðarson mun hafa skrifað færeyska atvinnuvegaráðherranum bréf.

Þessi tíðindi valda titringi í Færeyjum. Árni Dahl rithöfundur, ritstjóri og virtur menningarfrömuður til áratuga skrifar til að mynda grein á vef færeyska blaðsins Norðlýsið, sem er gefið út í Klakksvík. Þar spyr hann hvað valdi því að erlendir stjórnmálamenn á æðstu stöðum skipti sér nú af lagasetningu sem varði færeyskan sjávarútveg? Hann spyr hvort ástæðan geti verið sú að hollenskir og íslenskir peningamenn raki saman auðæfum úr auðlindum sem séu eign færeysku þjóðarinnar?

Árni Dahl spyr einnig hvort færeysk launþegafélög og færeyskir stjórnmálaflokkar ætli að sætta sig við að útlendir stjórnmálamenn hafi með þessum hætti afskipti af lagasetningum í Færeyjum?

Verði frumvarpið að lögum mun það taka gildi 1. janúar 2018. Eftir það byrjar klukkan að tifa og útlendingarnir hafa fjögur ár til að draga sig alfarið út úr eignarhaldi í færeyskum sjávarútvegi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hildur slær á létta strengi eftir atvik í gær – „Ef ég var einhvern tímann að íhuga að kippa lýðveldinu úr sambandi“

Hildur slær á létta strengi eftir atvik í gær – „Ef ég var einhvern tímann að íhuga að kippa lýðveldinu úr sambandi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Menningarstríðið er völundarhús

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Menningarstríðið er völundarhús
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Skortur innviða flöskuháls fyrir rafvæðingu bílaflotans

Framkvæmdastjóri N1: Skortur innviða flöskuháls fyrir rafvæðingu bílaflotans
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þórdís Lóa ætlar ekki að bjóða sig fram í næstu kosningum

Þórdís Lóa ætlar ekki að bjóða sig fram í næstu kosningum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Morfís útspil Sjálfstæðismanna

Orðið á götunni: Morfís útspil Sjálfstæðismanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Ég er leiðinlegri en betur lesin

Nína Richter skrifar: Ég er leiðinlegri en betur lesin
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stefnuræða forsætisráðherra: Biður fólk um að gæta orða sinna

Stefnuræða forsætisráðherra: Biður fólk um að gæta orða sinna