fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Eyjan

Biðlar til Bandaríkjanna og Norður-Kóreu um að sýna stillingu

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 14. ágúst 2017 13:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hermenn Suður-Kóreu vakta landamærin við Norður-Kóreu. Mynd/Getty

Moon Jae-in forseti Suður-Kóreu biðlar til Bandaríkjanna um að sýna stillingu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir stríð á Kóreuskaganum, biðlar hann einnig til yfirvalda í Norður-Kóreu um að hætta öllum ögrunum og hótunum tafarlaust. Moon fundaði með Joseph Dunford æðsta hershöfðingja Bandaríkjanna í morgun og ræddu þeir um stöðu mála í tengslum við deiluna við Norður-Kóreu. Sagði Dunford í morgun að Bandaríkin væru reiðubúin að beita hernaðarmætti sínum gegn Norður-Kóreu ef viðskiptaþvinganir og samningaviðræður hefðu ekki áhrif á eldflauga- og kjarnorkuvopnatilraunir þeirra. Kínverjar hafa bæst í hóp þjóða sem beita nú Norður-Kóreumönnum viðskiptaþvingunum, en fram til þessa hafa Norður-Kóreumenn geta treyst á viðskipti við Kína.

Sjá einnig: Bandaríkin tilbúin í hernaðaraðgerðir

Moon sagði að friður væri eina leiðin:

Það eru þjóðarhagsmunir og okkar aðaláhersla að friður haldi. Ég er viss um að Bandaríkin muni mæta stöðunni sem við erum í núna á varfærinn og ábyrgan hátt til að tryggja frið,

sagði Moon á blaðamannafundi í Seúl í dag.

Norður-Kóreumenn ítrekuðu í morgun að ef til átaka kæmi þá myndu þeir beita kjarnorkuvopnum sínum, fram kom í fréttatíma á ríkissjónvarpsstöðinni KCNA að stríðsátök gætu brotist út vegna „minniháttar atviks“:

Vandinn er sá að ef það kemur til stríðs þá verður það háð með kjarnorkuvopnum,

sagði fréttamaður í norður-kóreska ríkisstjórnvarpinu, þar kom einnig fram að þar á bæ væri grannt fylgst með aðgerðum og orðum Bandaríkjamanna:

Við fylgjumst áfram grannt með gangi mála í Bandaríkjunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þegar Hailey Bieber seldi mér sjálfa mig

Nína Richter skrifar: Þegar Hailey Bieber seldi mér sjálfa mig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála