fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Eyjan

Guðlaugur Þór í Brussel: „Nýjar viðskiptahömlur koma engum til góða“

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 14. nóvember 2017 16:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra

Brexit var í kastljósinu þegar EES-ráðið fundaði í Brussel í dag, ekki síst út frá nauðsyn þess að tekið verði tillit til EFTA-ríkjanna í samningaviðræðum Evrópusambandsins og Breta. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra tók þátt í fundinum fyrir Íslands hönd.

Framtíðarskipan samvinnu milli Bretlands, ESB og EFTA-ríkjanna innan EES var einnig rædd og sagði Guðlaugur Þór að leggja yrði áherslu á að leita lausna. „Mikilvægast er að hafa í huga að nýjar viðskiptahömlur koma engum til góða“, sagði Guðlaugur Þór.

Ráðherrar EFTA-ríkjanna í EES funduðu með Michel Barnier, aðalsamningamanni Evrópusambandsins í viðræðum um útgöngu Bretlands úr sambandinu, í tengslum við fundinn og lögðu þeir fram sameiginleg áhersluatriði ríkjanna þriggja; Íslands, Noregs og Liechtenstein.

Í umræðum um Brexit lagði íslenski utanríkisráðherrann áherslu á lausnamiðaða nálgun fremur en að einblínt væri á vandamálin. Miklu skipti að tekið yrði tillit til EFTA-ríkjanna innan EES, kæmi til tímabundins fyrirkomulags um þátttöku Bretlands í innri markaði Evrópusambandsins eftir útgöngu þess úr sambandinu.

Á EES-ráðsfundinum var að vanda rætt um hvernig framkvæmd samningsins um Evrópska efnahagssvæðið gangi. Í ár eru 25 ár síðan samningurinn var undirritaður og kom fram í máli utanríkisráðherra að grundvöllur EES-samstarfsins hafi haldist óbreyttur og að samningurinn væri einn af lykilþáttum íslenskrar utanríkisstefnu. Farsællega hefði tekist að aðlaga EES-samstarfið að breyttum aðstæður og leysa úr þeim áskorunum sem mætt hafi samningsaðilum sl. aldarfjórðung.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn lokaskrefin samkvæmt nýrri Gallup-könnun

Orðið á götunni: Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn lokaskrefin samkvæmt nýrri Gallup-könnun
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?