fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Eyjan

Tvöfalda framlög til Samtakanna ´78

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. mars 2018 08:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ráðherra ásamt formanni samtakanna 78  Mynd-Stjórnarráðið

Ráðgjafar- og fræðsluhlutverk Samtakanna ´78 verður eflt í samræmi við áherslur stjórnvalda um að koma Íslandi í fremstu röð í málefnum hinsegin fólks. Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra og Daníel E. Arnarsson,  framkvæmdasstjóri samtakanna hafa undirritað þjónustusamning þessa efnis. þetta kemur fram í tilkynningu.

Í samningnum er fjallað um þá fræðslu og þjónustu sem Samtökin ´78 munu annast fyrir fjárframlag velferðarráðuneytisins. Í  því felst sértæk ráðgjöf og fræðsla um málefni hinsegin fólks, jafnt fyrir hlutaðeigandi einstaklinga, aðstandendur þeirra og fyrir fagfólk sem nýst getur slík fræðsla í störfum sínum, líkt og nánar er skilgreint í samningnum. Markmiðið er að skapa hinseginvænt samfélag og auka sýnileika hinsegin fólks.

Hlutverk Samtakanna ´78 hefur breyst á liðnum árum og verkefnin beinst í vaxandi mæli að því að sinna einstaklingsmálum, fræðslu og ráðgjöf. Sérstaklega er fjallað um þetta í samningnum þar sem kveðið er á um að hinsegin fólki og aðstandendum þess skuli standa til boða, því að kostnaðarlausu, ráðgjöf vegna persónulegra mála, félags- og sálfræðiráðgjöf og lögfræðiráðgjöf. Þjónustan skal veitt á landsvísu eftir því sem við verður komið og ef einstaklingar hafa þörf fyrir túlk skulu samtökin hafa milligöngu um það samkvæmt samningnum.

Þjónusta við flóttafólk og innflytjendur

Sérstaklega er fjallað um stuðning við hinsegin flóttafólk í samningnum og einnig um að Samtökin ´78 skuli vinna að því að kynna innflytjendum réttindi hinsegin fólks með upplýsingaefni og fræðslu eins og kostur er. Þá skulu samtökin ráfæra sig við Fjölmenningarsetrið við gerð þessa upplýsingaefnis.

Ásmundur Einar Daðason segir samninginn mikið ánægjuefni. Samtökin verðskuldi aukinn stuðning og að hans mati standi samfélagið í þakkarskuld við þau fyrir mikilvægt starf undanfarin 40 ár: „Ég veit að fræðsla og stuðningur samtakanna hafa í gegnum tíðina verið mörgum lífsnauðsynlegur stuðningur og gert fólki sem átti í mikilli tilvistarkreppu kleift að horfa björtum augum á lífið og vera stolt af sjálfu sér eins og vera  ber.“

Við í Samtökunum horfum björtum augum á framtíðina og þessi samningur er stórt skref fyrir okkur og okkar rekstur sem hefur verið fjársveltur síðustu ár. Við viljum styrkja rekstur okkar og jafnvel ráðast í stærri verkefni í þágu hinsegin fólks til að auka sýnileika og réttindi, og það er frábært að ráðherra hafi tekið svo vel í okkar málflutning. Enn er langt í land þegar kemur að fjármögnun Samtakanna en þessi samningur er gott fyrsta skref og við hlökkum til að eiga nánara samstarf með ráðuneytinu og ráðherra“ sagði Daníel E. Arnarsson að lokinni undirritun samningsins.

Samkvæmt þjónustusamningnum fá Samtökin ´78 greiddar 12 milljónir króna á þessu ári til að sinna þeim verkefnum sem tilgreind eru. Enn fremur hefur verið ákveðið að velferðarráðuneytið og samtökin vinni sameiginlega að því að endurskoða framlög til samtakanna með það að markmiði að opinber stuðningur verði sambærilegur því sem tíðkast gagnvart systursamtökum þeirra annars staðar á Norðurlöndunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir byggir upp í Urriðaholti
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Aðild að ESB bakdyramegin

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Aðild að ESB bakdyramegin