fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Stuðningur við ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hríðfellur

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 29. mars 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd-Stjórnarráðið

Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup hefur stuðningur við ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hríðfallið frá áramótum, eða sem nemur 13.7 prósentustigum. Það er nýtt met. Engin ríkisstjórn hefur misst fylgi svo hratt frá aldarmótum. Sú sem næst kemst því er ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar frá árinu 2013, sem tapaði 13.4 prósentum af sínum stuðningi á fyrstu fjórum mánuðunum.
Ríkisstjórnin mældist mest með 74.1 prósenta stuðning í lok síðasta árs, þá rétt mánaðargömul. Síðan hefur rjátlast af stuðningnum og mælist hann nú 60.4 prósent.

Samanlagður stuðningur við ríkistjórnarflokkanna mælist nú 47.6 prósent og dygði líklega ekki fyrir meirihluta á þingi, en flokkarnir þrír fengu samtals 52.9 prósent í Alþingiskosningunum og 35 þingmenn.

 

  • Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú 24.5 % en var 25.3 % í Alþingiskosningum
  • Vinstri grænir mælast með 13.9%, en fengu 16.9 í Alþingiskosningum
  • Framsókn mælist með 9.2% en fékk 10.7 % í Alþingiskosningum
  • Samfylking mælist með 16.5 % en fékk 12.1 % í Alþingiskosningum
  • Píratar fá nú 12.5 % en fengu 9.2% í Alþingiskosningum
  • Viðreisn fær 8.4% nú, en fékk 6.7% í Alþingiskosningum
  • Miðflokkur fær nú 8.7% en fékk 10.9% í Alþingiskosningum
  • Flokkur fólksins mælist með 4.9% en fékk 6.9% í Alþingiskosningum
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinsældir Trump minnka – Þær minnstu á kjörtímabilinu

Vinsældir Trump minnka – Þær minnstu á kjörtímabilinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Helgi Seljan kom Guðlaugi í opna skjöldu – Ber við minnisleysi um sína eigin skýrslu

Helgi Seljan kom Guðlaugi í opna skjöldu – Ber við minnisleysi um sína eigin skýrslu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum