fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
Eyjan

Sveitarfélögum fækkar um tvö eftir sameiningu

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 27. mars 2018 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveitarfélögum landsins fækkar um tvö eftir næstu sveitarstjórnarkosningar og verða þá alls 72. Íbúar Breiðdalshrepps og Fjarðabyggðar samþykktu sameiningu sveitarfélaganna laugardaginn 24. mars og 11. nóvember síðastliðinn hafði verið samþykkt sameining sveitarfélaganna Garðs og Sandgerðis.

Íbúafjöldi í sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis verða um 3.200 en heldur fleiri íbúar eru í Sandgerði eða um 1.700 á móti um 1.500 í Garðinum. Framundan er atkvæðagreiðsla um nýtt nafn hins sameinaða sveitarfélags en nokkrar tillögur um nafn verða lagðar fram í næsta mánuði. Nefnd sem undirbýr atkvæðagreiðsluna kallaði eftir tillögum frá íbúum og bárust alls 392 tillögur.

Íbúafjöldi Fjarðabyggðar eftir sameininguna við Breiðdalshrepp verður tæplega 5.000 en í dag búa í Fjarðabyggð kringum 4.800 íbúar og 182 í Breiðdalshreppi. Í Breiðdalshreppi samþykktu 100 manns sameininguna eða 85% þeirra sem greiddu atkvæði en á kjörskrá voru 155 og kjörsókn var 64,5%. Í Fjarðabyggð var 36% kjörsókn og samþykktu 87% sameininguna.

Árið 1950 voru sveitarfélögin 229 og hefur þeim fækkað í nokkrum skrefum. Árin 1994 til 2006 var mikið um sameiningar og fækkaði sveitarfélögum þá úr 196 í 79 og síðan í 74 með síðustu sameiningum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“