fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025

Heitustu tískutrendin 2017 samkvæmt Pinterest

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 9. janúar 2017 17:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valddreifingin sem fylgir uppgangi samfélgagsmiðlanna er farin að birtast okkur til að mynda í tísku. Nú eru það ekki bara stóru tískuhúsin og Kardashian systur sem leggja línur varðandi tískustrauma – heldur virðist Pinterest orðið það fyrirbæri sem er einna mest að marka.

Samkvæmt Pinterest er flokkurinn um stíl sá stærsti, en notendur miðilsins hafa birt yfir 10 MILLJARÐA hugmynda í honum.

Vefurinn Bustle birti þennan lista með 10 tískutrendum sem spáð er vinsældum á nýbyrjuðu ári.

1. Skyrtur með háum krögum og víðum ermum.

Tími beru axlanna er liðinn – nú eru það víðar sjóræningaermar sem gilda.

2. Bætur og nælur

Þessir litlu aukahlutir fóru að njóta vinsælda 2016 og eru ekki á útleið.

3. Náttkjólar á daginn

Einfaldir náttkjólar geta verið prýðilegur grunnur – hvort sem er að frjálslegum eða formlegum klæðnaði.

4. Khaki

Svart og hvítt – jú kannski… en þessi hlutlausi litur mun samkvæmt Pinterest sjást víða á næstunni, á öllu frá fatnaði til fylgihluta.

5. Sérsaumuð gallaföt

Gallaföt verða áfram inni – en nú er málið að þau séu einstök á einhvern hátt.

6. Bolir með pólitískum skilaboðum

Þó að kosningar séu ekki á döfinni er alltaf gott að halda mikilvægum skilaboðum á lofti.

7. Skór án hælstykkis

Nú eru það ekki bara sandalar sem verða án hælstykkja – allskonar skór taka þessa stefnu.

8. Margfaldir eyrnalokkar

Meira er betra í eyrnaalokkadeildinni 2017.

9. 80’s stíll

Háir strigaskór, leggings og gamlir stórir stuttermabolir fara að sjást meira 2017.

10. Há hálsmál

Hærri hálsmál á kjólum, skyrtum og peysum verða vinsæl.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Nýjasta uppátæki Trumps vekur athygli – Gerði þessar breytingar á veggjum Hvíta hússins

Nýjasta uppátæki Trumps vekur athygli – Gerði þessar breytingar á veggjum Hvíta hússins
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Gætu þurft að selja fimm stjörnur fyrir lok gluggans

Gætu þurft að selja fimm stjörnur fyrir lok gluggans
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Amorim fékk óþægilega spurningu og fór að hlæja

Amorim fékk óþægilega spurningu og fór að hlæja
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Sextán ára stúlka og tveir yngri piltar handtekin vegna morðs

Sextán ára stúlka og tveir yngri piltar handtekin vegna morðs
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu markið sem margir eru að tala um – Skot eða sending?

Sjáðu markið sem margir eru að tala um – Skot eða sending?
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Sema Erla var vistuð á Stuðlum – „Þetta voru stormasöm ár, ég var ekki stilltur unglingur“

Sema Erla var vistuð á Stuðlum – „Þetta voru stormasöm ár, ég var ekki stilltur unglingur“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Réttarhöld í Gufunesmálinu framundan

Réttarhöld í Gufunesmálinu framundan
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Nunez birtir kveðjubréf til stuðningsmanna – ,,Get yfirgefið með stolt í hjarta“

Nunez birtir kveðjubréf til stuðningsmanna – ,,Get yfirgefið með stolt í hjarta“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.