fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024

Eru þetta hártrendin sem verða ríkjandi árið 2017?

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 2. janúar 2017 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tískumeðvitaðir hafa beðið með öndina í hálsinum eftir spádómum tískuyfirvaldsins um hvaða hárgreiðslur verða ríkjandi á árinu sem var að ganga í garð.

Bazaar er einn vefjanna sem mark er tekið á og hér kemur þeirra spádómur:

  1. Súperslétt

    Tími sléttujárnsins er aldeilis ekki liðinn. Skipt í miðju, rennislétt og glansandi á víst að verða meiriháttar heitt útlit árið 2017. Mundu bara að nota hitavörn fyrir hárið því þetta er bara smart ef hárið er heilbrigt.
  2. Hátt tagl

    Tagl efst á hvirflinum í hvaða formi sem er. Lauslega greitt eða slétt og straujað. Flott greiðsla sem hækkar þig í þykjustunni og ef þú strekkir hárið mjög fast virkar hún eins og tímabundin andlitslyfting!
  3. Flatir liðir

    Kendall Jenner er að sjálfsögðu með þetta trend á hreinu. Hér er sléttujárn notað til að búa til flata og hófstillta liði í hárið.
  4. Úr sér vaxnar styttur

    Síðar klippingar með styttum og toppi voru agalega vinsælar árið 2016 og nú vill svo skemmtilega til að einmitt þær klippingar, úr sér vaxnar, eru sjóðheitar. Þegar toppurinn er nægilega síður er tilvalið að skipta í miðju.
  5. Cher hár

    Óralangar hárlengingar eiga einhvern líftíma eftir. Að undanförnu hafa ekki minni spákonur en Kardashian systur sést skarta þeim og Bazaar spáir þeim góðu lífi að minnsta kosti í janúarmánuði.
  6. Allt til hliðar

    Kannski er þessi tískuhárgreiðsla sú einfaldasta af þeim öllum. Þú einfaldlega skellir öllu hárinu til annarrar hliðarinnar og býrð þannig til passlega kæruleysislega og ofursmart hárgreiðslu.
  7. Afslappað og glansandi

    Ýmsar ofurskvísur hafa skartað þessari greiðslu – og hún var vinsæl á tískupöllunum þegar vor og sumarlínur tískuhúsanna fyrir 2017 voru kynntar. Hárið lítur út eins og þú sért nýstigin út úr sturtu. Mjög einfalt. Best er að nota gel eða aðra hárvöru sem hefur dálítið hald og gefur þetta rennblauta lúkk.
  8. Gullinbrúnt

    Að lokum er því spáð að gullinbrúni liturinn verði ríkjandi á árinu. Hlýlegur og breytist eftir því hvernig ljósið fellur á hann. Liturinn hæfir flestum húðtónum og Bazaar stingur upp á því að þeir sem hafa alltaf látið sig dreyma um ljósa lokka gætu einmitt prófað núna.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 klukkutímum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórskaðlegur og bannaður nagladekkjadans dunar áfram – Tugir deyja, ekkert mál?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórskaðlegur og bannaður nagladekkjadans dunar áfram – Tugir deyja, ekkert mál?
Eyjan
Fyrir 2 klukkutímum

Hneyksli í Finnlandi – Þingmaður handtekinn eftir skotárás

Hneyksli í Finnlandi – Þingmaður handtekinn eftir skotárás
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Halldór um erfiðar aðstæður í kvöld: ,,Veist ekki alveg hvar hann endar“

Halldór um erfiðar aðstæður í kvöld: ,,Veist ekki alveg hvar hann endar“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Gregg eftir tapið gegn Blikum: ,,Ég held að ég hafi ekki fengið gult spjald, er það?“

Gregg eftir tapið gegn Blikum: ,,Ég held að ég hafi ekki fengið gult spjald, er það?“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Heppinn að vera með meðvitund eftir ‘árásina’ í gær – Sjáðu óhugnanlegt myndband

Heppinn að vera með meðvitund eftir ‘árásina’ í gær – Sjáðu óhugnanlegt myndband
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.