fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025

Svona getur þú reynt að forðast að fá hlaupasting!

doktor.is
Þriðjudaginn 14. febrúar 2017 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaupastingur er sár, stingandi verkur neðst í brjóstkassa sem kemur fram við áreynslu, helst hlaup og einnig sund.  Verkurinn er oftast hægra megin.  Ástæður hlaupstings eru ekki þekktar en margar kenningar hafa veið settar fram og rannsakaðar án þess að óyggjandi niðurstöður hafi fengist. Helstu kenningarnar eru tengdar matarræði fyrir hlaup og þindinni.

Mynd/Getty

Orsök

Neysla á mat, sérstaklega trefjaríkum eða fituríkum, stuttu fyrir áreynslu virðist ýta undir hlaupasting. Eins er neysla á kolvetnaríkjum drykkjum eða súrum drykkjum eins og  ávaxtadjús tengd hlaupasting.

Skortur á steinefnum eins og magnesium og calsium hefur einnig verið tengt hlaupasting.

Þindin er vöðvi sem liggur undir lungum milli brjósthols og kviðarhols. Þindarvöðvinn stjórnar  að mestu önduninni með að dragast saman og slaka á víxl og þenja um leið út eða draga saman lungun. Eins og aðrir vöðvar geta komið krampar í hann við ofreynslu samanber  sinadráttur í kálfa.

Vinsæl kenning er að hlaupastingur komi fram eftir tog og núning á liðbönd milli þindarvöðvans og líffæra í kviðarholi og þá einkum lifur. Rannsóknir sýna að fleiri anda út þegar vinstri fótur lendir á undirlagi. Hlaupastingur virðist koma oftar hjá þeim sem anda út þegar hægri fótur lendir á undirlaginu. Lifrin liggur hægra megin í kviðarholi,rétt undir þindinni. Þegar hægri fóturinn lendir á jörðinni um leið og andað er út kemur þrýstingurinn upp í hægra kviðarhol og lifrina en um leið er þindin að dragast upp við útöndun og tog verður á liðböndum. Kenningin  er að þetta endurtekna tog valdi krampa í þindarvöðva og hlaupasting.  Eins hefur verið sett fram að of hröð grunn öndun geti valdið hlaupasting. Mjög hröð öndun veldur óeðlilega mikilli áreynslu á þindina með stöðugum samdrætti vöðvans sem um leið dregur úr blóðflæði og súrefnisflutning til þindarinnar. Einnig ef öndun er of grunn, sem verður stundum þegar þreytan sækir á, verður súrefnisupptakan ekki nægileg til að uppfylla þarfir vöðvanna og þ.a.m. þindarvöðvans.

Mynd/Getty

Ráðleggingar.

Þar sem orsakir hlaupastings geta verið mismunandi og eins og áður er sagt ekki  í raun þekktar er ekki nein ein meðferð til en ýmis ráð eru uppi og hafa sum þeirra reynst ágætlega.

Styrkja kviðvöðva og þindarvöðva með æfingum t.d planka.

Ekki borða 2 tímum fyrir æfingar. Trefja- og fituríkur matur meltist hægar og því ber að forðast að borða slíkan mat tveimur tímum fyrir æfingu. Forðast sykraða og súra drykki fyrir æfingu.

Upphitun – skyndilegt álag þegar hlaupið er hratt af stað veldur oft óreglu á öndun sem getur leitt til hlaupastings. Byrjið á amk tveggja mínútna upphitun með röskri göngu áður en hlaupið er af stað.

Djúp öndun – með djúpri og taktfastri öndun eykst súrefnisupptaka og flæði súrefnis til vöðvana og þ.á.m. þindarvöðvans. Það hjálpar sumum að telja öndunin með taktinum 3:2. Anda inn á þremur og út á tveimur.

Annað ráð er að lyfta handleggjum yfir höfuð, draga djúpt inn andann og þenja vel út kviðinn. Anda síðan frá sér að fullu, tæma lungu og spenna kviðvöðva um leið

Höfundur greinar:

Guðrún Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Síbrotakonan í Bríetartúni sögð hafa barið karlmann með kúbeini – Á yfir höfði sér útburð úr húsinu

Síbrotakonan í Bríetartúni sögð hafa barið karlmann með kúbeini – Á yfir höfði sér útburð úr húsinu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Kokhraustur Dani hefur enga trú á Íslendingunum – Ættu að rúlla yfir Víkingana

Kokhraustur Dani hefur enga trú á Íslendingunum – Ættu að rúlla yfir Víkingana
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Iceland Eclipse Festival kynnir fyrstu nöfn – Menningar- og Vísindahátíð undir almyrkva á sólu

Iceland Eclipse Festival kynnir fyrstu nöfn – Menningar- og Vísindahátíð undir almyrkva á sólu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Staðfesta loksins að giftingin sé í vændum – Birti mynd af stórglæsilegum trúlofunarhring

Staðfesta loksins að giftingin sé í vændum – Birti mynd af stórglæsilegum trúlofunarhring
Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

Slúðra enn saman um sinn fyrrverandi Brad Pitt – „Hvernig er annað hægt?“

Slúðra enn saman um sinn fyrrverandi Brad Pitt – „Hvernig er annað hægt?“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Mótmæla byggingu húss sem upphaflega var kynnt sem sambýli

Mótmæla byggingu húss sem upphaflega var kynnt sem sambýli
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Staðfesta tvo nýja sparkspekinga fyrir byrjun ensku úrvalsdeildarinnar

Staðfesta tvo nýja sparkspekinga fyrir byrjun ensku úrvalsdeildarinnar
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Leið miklar kvalir í flugvél á Keflavíkurflugvelli en fær ekkert fyrir – „Sjálf lá ég með fætur á gólfinu og höfuð ofan á sæti“

Leið miklar kvalir í flugvél á Keflavíkurflugvelli en fær ekkert fyrir – „Sjálf lá ég með fætur á gólfinu og höfuð ofan á sæti“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.