fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025

Vindgangur

doktor.is
Laugardaginn 11. febrúar 2017 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

LVindgangur (prump) er mjög algengt umkvörtunarefni.
Vindgangur hefur ekkert með sveppi að gera eða loft sem fólk gleypir. Magn lofts sem kemur frá endaþarmi er mjög mismunandi mikið, allt frá 500 ml til 1500 ml á sólarhring (meðaltal 700 ml). Að meðaltali prumpar einstaklingur um 14 sinnum á dag (+/- 6).

Loft frá endaþarmi er samsett að 99% af 5 lofttegundum (nítrat, koltvíoxíð, methan, vetni og súrefnissambandi). Loftið myndast í ristlinum fyrir tilstuðlan baktería við niðurbrot á fæðuleifum og gerjun.
Magn vindgangs fer mikið eftir því hvað fólk borðar og valda sumar fæðutegundir (ávextir, grænmeti, baunir) meiri vindgangi en aðrar vegna þess að hvatar í smáþörmunum ná ekki að melta þær þannig að bakteríurnar í ristlinum hafa meira úr að moða og mynda loft.

Lyktin

Lyktin sem fylgir vindganginum er ekki háð því magni lofts sem kemur. Flestar áðurnefndar gastegundir eru lyktalitlar. Það eru ýmsar aðrar gasegundir í vindgangi sem valda ólyktinni og eru þær í mjög litlu magni (indól, skatól, súlfúr sambönd). Þessar gastegundir myndast frekar við niðurbroti á kjöti t.d., en minna við niðurbroti á grænmeti, pasta, baunum og hrísgrjónum. Þannig er vindgangur í kjölfar neyslu á kjöti verra lyktandi en minni eftir neyslu á baunum, svo dæmi sé tekið.

Meðferð

Bakteríuflóran í ristlinum er einnig mismunandi eftir einstaklingum og mynda sumar bakteríur meira loft en aðrar. Eina ráðið er að reyna að laga mataræðið t.d. með aðstoð næringafræðinga. Ekki er mælt með að reyna að eyða bakteríuflórunni í ristlinum með sýklalyfjum þar sem það getur haft ýmsar skaðlegar aukaverkanir í för með sér og er ekki langtíma lausn. Sveppalyf eru einnig gagnslaus. Í sumum tilvikum getur verið um mjólkuróþol að ræða og í ýmsum svaladrykkjum er talsvert magn af frúktósa sykrungi sem sumir melta illa og getur valdið vingangi og niðurgangi.

Sigurbjörn Birgisson, læknir
Sérfræðingur í meltingarfærasjúkdómum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

Áhrifavaldur viðurkennir að hafa logið að hún væri með krabbamein

Áhrifavaldur viðurkennir að hafa logið að hún væri með krabbamein
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Slæmar fréttir af Ödegaard frá Noregi

Slæmar fréttir af Ödegaard frá Noregi
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Brotist inn á meðan hann var heima með börnin sín

Brotist inn á meðan hann var heima með börnin sín
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Segir kynjajafnrétti og aukna þátttöku karla í umönnun barna hafa breytt orðasambandinu „eiga von á barni“

Segir kynjajafnrétti og aukna þátttöku karla í umönnun barna hafa breytt orðasambandinu „eiga von á barni“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Góð tíðindi fyrir meinta Gilgo-raðmorðingjann Rex Heuermann

Góð tíðindi fyrir meinta Gilgo-raðmorðingjann Rex Heuermann
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Tyrkirnir hafa áhuga á ólátabelg Tottenham

Tyrkirnir hafa áhuga á ólátabelg Tottenham
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Brendan Rodgers gæti verið að landa stóru starfi á Englandi

Brendan Rodgers gæti verið að landa stóru starfi á Englandi

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.