fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025

Hugmynd fyrir kvöldið: Karrý kjúklingaréttur með kókosnúðlum

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 7. febrúar 2017 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erum við ekki alltaf í leit að réttum sem eru einfaldir, fljótlegir, næringarríkir og dásamlega bragðgóðir. Hér er einn sem er í miklu uppáhaldi enda algjörlega frábær. Dömur mínar og herrar leyfið okkur að kynna karrý kjúklingarétt með kókosnúðlum.

Karrý kjúklingur með kókosnúðlum
700 g kjúklingalæri eða lundir frá t.d. Rose Poultry
4 msk ólífuolía
2 msk sítrónusafi
2 hvítlauksrif, smátt söxuð
6 tsk karrý
2 tsk hunang
1 laukur, skorinn í teninga
1/2 – 1 brokkolíhaus, smátt skorinn
2 gulrætur, skornar í strimla
250 g eggjanúðlur frá Blue dragon
2-3 dl kókosmjólk frá Blue dragon

  1. Skerið kjúklinginn í litla munnbita.
  2. Gerið marineringu með því að blanda olíu, sítrónusafa, hvítlauk, karrý og hunangi saman í skál og smakkið til með salti og pipar. Setjið kjúklinginn í marineringuna og blandið vel saman. Látið helst marinerast í kæli í um 2 klst eða eins lengi og tími vinnst til.
  3. Takið kjúklinginn úr marineringunni og steikið á pönnu. Bætið við olíu ef kjúklingurinn festist við pönnuna.
  4. Takið kjúklinginn af og setjið laukinn út á og léttsteikið. Bætið því næst grænmetinu saman við og steikið í smá stund.
  5. Bætið kókosmjólkinni út í  ásamt ósoðnum eggjanúðlunum og látið malla í um 5 mínútur.  Hrærið reglulega í blöndunni þannig að núðlurnar taki í sig vökvann.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Réttarhöld hafin yfir manni sem sviðsetti eigið andlát – Átti sér skuggalega fortíð

Réttarhöld hafin yfir manni sem sviðsetti eigið andlát – Átti sér skuggalega fortíð
Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Karlmaður og kona grunuð um morð á eins árs barni

Karlmaður og kona grunuð um morð á eins árs barni
EyjanFastir pennar
Fyrir 13 klukkutímum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Rooney tekur að sér starf í sjónvarpi

Rooney tekur að sér starf í sjónvarpi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segist ekki óttast samkeppni og er ánægður með mörk liðsfélaga síns

Segist ekki óttast samkeppni og er ánægður með mörk liðsfélaga síns
Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Elon Musk ætlar í mál við Apple – „Hvað er í gangi? Forvitnir vilja vita“

Elon Musk ætlar í mál við Apple – „Hvað er í gangi? Forvitnir vilja vita“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.