fbpx
Föstudagur 02.maí 2025

Jonna saumaði píkur úr svínakjöti: „Það fengu margir áfall“

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 31. mars 2017 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Listakonan Jónborg Sigurðardóttir, sem oftast er kölluð Jonna, notar listaverk sín óspart í þeim tilgangi að skapa umræðu. Jonna starfar á Akureyri og hafa verk hennar oft vakið mikla athygli. Þar á meðal eru verk úr túrtöppum og kjötpíkur sem hún saumaði úr svínakjöti. Tilgangur verksins var meðal annars að skapa umræðu um fegrunaraðgerðir á píkum.

„Það fengu margir áfall þegar ég setti mynd af kjötpíku á Facebook,“ segir Jonna sem ræddi um listina og margt fleira í viðtali við Akureyri vikublað.

„Í mars voru þrjú ár síðan ég fékk þrjár hjúkkuvinkonur mínar til að hjálpa mér að sauma kjötpíkur. Við saumuðum fjórar píkur úr svínakjöti í eldhúsinu mínu og skemmtum okkur vel við saumaskapinn, píkurnar eru ennþá til. Þær eru í plaststöplum úti í garði. Fyrst fengu þær að rotna í sex vikur inni á sýningu en svo færði ég þær út og nú fer að líða að því að ég fjarlægi þær. Fyrst þarf ég að mynda og skrá niður breytingarnar á rotnun á þremur árum. Mér finnst svo gaman að gera svona tilraunir. Sumum finnst þetta kannski ógeðslegt en það er svo margt í samfélagi okkar sem er ógeðslegt.“

Jonna hefur einnig unnið mikið með plast í verkum sem gagnrýna neysluhyggju og umgengni.

„Það er svo mikið af plasti alls staðar. Maður kaupir skyrdós úr plasti, með álloki, plastloki og plastskeið. Þetta er fáránlegt,“ segir Jonna. Hún vinnur nú meðal annars að hönnun heimilispoka úr dagblöðum sem hún vonast til að geti tekið við af plastinu.

„Ég er langt frá því að vera fullkomin í þessum efnum og tek þátt í neysluhyggjunni eins og allir aðrir, kaupi góðan mat, á bíl og elska að ferðast,“ segir hún.

„Ég flokka, endurnýti, endurvinn og frysti afganga og þótt ég klippi oft í sundur tannkremstúpur og skoli er ég ekki alltaf í stuði til að þvo plastið utan af kjúklingi. Maður á sína letidaga og er ekkert heilagur. Málið er hins vegar að margt smátt gerir eitt stórt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Arnar Grétarsson nefnir sín stærstu mistök hjá Val

Arnar Grétarsson nefnir sín stærstu mistök hjá Val
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

„Fólki hrein­lega blöskr­ar“ – María Rut segir að þessi vinnubrögð á Alþingi mættu missa sín

„Fólki hrein­lega blöskr­ar“ – María Rut segir að þessi vinnubrögð á Alþingi mættu missa sín
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Gefur grænt ljós á að selja tvo bestu leikmennina – Fær 100 milljónir punda til að kaupa nýja menn

Gefur grænt ljós á að selja tvo bestu leikmennina – Fær 100 milljónir punda til að kaupa nýja menn
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Þetta er lúxusvillan sem Justin Bieber gistir í á Íslandi – Nóttin kostar allt að 12 milljónir krónur

Þetta er lúxusvillan sem Justin Bieber gistir í á Íslandi – Nóttin kostar allt að 12 milljónir krónur
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum
Syndis kaupir Ísskóga
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Justin Bieber virðist reykja kannabis á Íslandi – Sjáðu myndirnar

Justin Bieber virðist reykja kannabis á Íslandi – Sjáðu myndirnar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Vill losa sig við franska félagið og einbeita sér að United

Vill losa sig við franska félagið og einbeita sér að United

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.