fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025

Uppskrift Helgu Gabríelu að dásamlegu indversku Dal

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 4. mars 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helga Gabríela deildi girnilegri uppskrift að indversku Dal á bloggsíðu sinni, helgagabriela.is. Bleikt fékk góðfúslegt leyfi að deila uppskriftinni með lesendum.

Þennan einfalda og bragðgóða Dal rétt er frábært að elda nóg af í byrjun vikunnar og eiga til þar sem hann verður bara betri daginn eftir. Kókosmjólkin gerir réttinn að algjörum lúxus þar sem hún er girnilega kremuð um leið og hún er orkugefandi.

Helga Gabríela segist vera dugleg að elda réttinn þar sem hann er einfaldur og góður. Þar að auki elskar hún linsur, þær eru næringarríkar, saðsamar og ódýr fæða.

Magnið af grænmetissoði í uppskriftinni gefur mjög þykka og kremaða áferð, ef þú vilt meiri „súpu fíling“ ekki hika þá við að hella aðeins meira af vökva saman við (en ef þú gerir það, þá þarf væntanlega að bæta aðeins meira af kryddi á móti).

Hráefni Fyrir Dal:

2 msk kókosolía

1 meðalstór laukur, skorinn niður

3 stór hvítlauksrif eða 4 lítil, smátt saxað

2 msk engifer, fínt saxað

3 gulrætur, flysjaðar og skornar niður

2 msk rauðvínsedik

2 tsk garam masala

1 tsk cumin

1/2 tsk túrmerik

1 bolli / 180gr grænar linsur, gott að skola þær

1 dós kókosmjólk

2 bollar / 450ml grænmetissoð

1/2 – 1 tsk himalaya eða sjávarsalt

Ferskur pipar, eftir smekk

50gr spínat

80gr brokkolí

Fyrir hrísgrjónin:

1 bolli basmati hrísgrjón

Kóríander, smátt saxað

safi úr 1/2 sítrónu

1/2 tsk salt

Uppskriftin er passleg fyrir 4

  1. Hitið olíuna í potti. Byrjið á því að mýkja laukin í 2-3 mínútur. Bætið svo hvítlauknum og klípu af salti. Eldið þetta yfir miðlungs hita í 4-5 mínútur, eða þangað til þetta er orðin mjúkt.
  1. Skellið síðan engiferinu og gulrótunum saman við og mýkið í nokkrar mínútur. Kryddið með garam masala, cumin og túrmeriki. Hrærið öllu vel saman og mýkið í nokkrar mínútur í viðbót eða þangað til eldhúsið fer að ilma.
  1. Bætið heillri dós af kókosmjólk útí pottinn, rauðvínsediki, linsunum ásamt grænmetissoði og salti. Náið suðunni upp og lækkið svo niður í hitanum og leyfið að krauma í rólegheitum með loki í u.þ.b 40 mínútur, eða þangað til linsurnar eru orðnar mjúkar (passið að hræra öðru hvoru í pottinum, til að koma í veg fyrir að linsurnar brenni við botninn).
  1. Á meðan þetta mallar, eru hrísgrjónin sett í pott og köldu vatni bætt saman við þannig það fljóti 1 cm yfir grjónin. Látið sjóða þar til mest allt vatnið er gufað upp (ekki hafa lok á pottinum). Þá er slökkt undir, lokið sett á og grjónin látin standa í 10 mín og þau eru klár. Hrærið kóríander, klípu af salti útí grjónin og kreistið svo hálfa sítrónu yfir. Ef þú ert ekki “kóríander fan” þá er auðvitað ekkert mál að sleppa honum.
  1. Á síðustu mínútunum er spínati og brokkolí bætt útí karríið ásamt svörtum pipar. Þessu er síðan leyft að malla saman.
  1. Þegar allt er klárt og komið á diskinn er fullkomið að strá sólblómafræjum yfir til að auka lúxusinn og fyrir „extra crunchieness“.

Afgangarnir geymast í þéttu íláti í 4-6 daga. Einnig er sniðugt að setja afgangana í „zip lock poka“ og frysta til að eiga síðar.

Njótið vel!

Til að skoða meira hvað Helga Gabríela er að gera kíktu hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Halldór Árnason framlengir við Breiðablik til 2028

Halldór Árnason framlengir við Breiðablik til 2028
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Donnarumma sagður hafa náð saman við City um kaup og kjör

Donnarumma sagður hafa náð saman við City um kaup og kjör
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Eysteinn varar við þessari hættu – „Ungir karlmenn eru í mestri hættu“

Eysteinn varar við þessari hættu – „Ungir karlmenn eru í mestri hættu“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fer í læknisskoðun hjá Liverpool í dag

Fer í læknisskoðun hjá Liverpool í dag
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum
Haraldur Briem látinn
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Raiola um Donnarumma: ,,Erum í sjokki yfir vinnubrögðunum“

Raiola um Donnarumma: ,,Erum í sjokki yfir vinnubrögðunum“
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Fundu mikið magn falsaðra lyfja sem voru merkt þekktum lyfjaframleiðendum

Fundu mikið magn falsaðra lyfja sem voru merkt þekktum lyfjaframleiðendum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.