fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025

Auglýsing Pepsi með Kendall Jenner vekur hörð viðbrögð

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 5. apríl 2017 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pepsi er þekkt fyrir stórar auglýsingaherferðir þar sem vinsælar stjörnur eru fremstar í flokki. Britney Spears, Pink og Beyoncé voru til að mynda í einni frægustu auglýsingu Pepsi. Í þetta sinn er það Kendall Jenner sem leikur í auglýsingunni, systir Kylie Jenner og Kardashian systra.

Stuttu eftir að gosdrykkjuframleiðandinn gaf út „Live For Now Moments Anthem“ auglýsinguna skapaðist mikil umræða og vakti auglýsingin hörð viðbrögð netverja.

Í auglýsingunni, sem er tvær og hálf mínúta, er Kendall sýnd sem fyrirsæta í myndatöku á meðan mótmæli eiga sér stað nálægt. Á meðan Kendall er að stilla sér upp, ganga mótmælendur framhjá henni og vekja áhuga hennar. Hún ákveður svo að taka þátt í mótmælunum, tekur af sér ljósu hárkolluna og dökka varalitinn og gengur af stað. Hún fer fremst þar sem lögreglumenn standa í línu, gengur upp að einum lögreglumanninum og réttir honum Pepsi sem nokkurs konar friðartákn. Hann tekur á móti dósinni, opnar hana og fær sér sopa. Það sem fylgir síðan er mikill fögnuður mótmælenda.

Eins og sagt var hér fyrir ofan fékk auglýsingin vakti auglýsingin hörð viðbrögð netverja. Mörgum fannst auglýsingin vera ónærgætin og þvinguð, sérstaklega ef tekið er til greina andrúmsloftið í kringum lögregluna í Bandaríkjunum í dag. Það tók ekki langan tíma fyrir Twitter notendur að bera saman þegar Kendall kemur augliti til auglits við lögregluþjóninn, og fræga, verðlaunaða ljósmynd frá Black Lives Matter mótmælunum.

Sjá einnig: Hvað er Black Lives Matter, hvernig byrjaði það og hvað hefur gerst? 

„Þetta er alheimsauglýsing sem endurspeglar fólk frá öllum áttum koma saman í samlyndi, og okkur finnst það vera mikilvæg skilaboð,“

sagði Pepsi við E!News til að svara gagnrýninni.

Hvað finnst þér um auglýsinguna?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Xhaka græjaði stig fyrir nýliðana í fjörugum leik

Xhaka græjaði stig fyrir nýliðana í fjörugum leik
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Umdeild lögreglukona ákærð fyrir uppflettingar í LÖKE

Umdeild lögreglukona ákærð fyrir uppflettingar í LÖKE
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sjáðu fallegt bréf sem Trent mætti með á Anfield í kvöld til minningar um Jota – „Ég brosi í hvert skipti sem ég hugsa um þig“

Sjáðu fallegt bréf sem Trent mætti með á Anfield í kvöld til minningar um Jota – „Ég brosi í hvert skipti sem ég hugsa um þig“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Norðmaður sakaður um kynþáttaníð eftir að hafa sett út á andremmu andstæðings

Norðmaður sakaður um kynþáttaníð eftir að hafa sett út á andremmu andstæðings
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Fimm handteknir eftir að hundruð milljóna voru sviknar úr Landsbankanum

Fimm handteknir eftir að hundruð milljóna voru sviknar úr Landsbankanum
Eyjan
Fyrir 17 klukkutímum

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.