fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025

Slæmir siðir og tannheilsa

doktor.is
Sunnudaginn 21. maí 2017 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lífsstíll okkar hefur oft mikil áhrif á heilsu okkar og velferð. Það er margt í venjum okkar sem hafa slæm áhrif á tannheilsuna og æskilegt að breyta þeim.

Mynd/Getty

Pelanotkun fyrir svefn

Það er slæmur siður að láta börn sofna út frá mjólkurpela. Það eykur líkurnar á tannskemmdum að sofna með sykurinn úr mjólkinni á tönnunum. Best er að gefa vatn í pelann á nóttunni.

Gnísta tönnum

Margir gnísta tönnum í svefni en það veldur þrýsting á tennurnar,tanngarðinn,kjálkavöðvana og kjálkaliðinn. Þetta getur leitt til álagseinkenna eins og höfuðverkja,kjálkaverkja og slit á tönnum. Að gnísta tönnum er oft tengt vinnu-eða andlegu álagi. Hægt er að fá sérstaka góma hjá tannlækni sem minnka líkur á skemmdum. Eins hjálpar sumum að nota slökunartækni fyrir svefninn.

Göt í tungu

Hringir eða skart í tungu getur valdið alverlegum skaða í munnholi og á tönnum. Það getur brotnað upp úr tönnum eða komið sprungur vegna þrýtings frá skartinu. Eins getur það nuddað tannholdið svo það hörfar upp sem veldur auknu næmi og kuli og eins getur losnað um tönn. Skart ýtir einnig undir  aukinn bakteriuvöxt í munni með tilheyrandi sýkingahættu.

Brjóstsykur

Hátt sykurinnihald í brjóstsykri er mjög slæmt fyrir tennurnar. Sykurinn  ýtir undir bakteríuvöxt í munnholi og sýrumyndun. Sýran  eyðir glerungi tannanna og aukinn bakteriuvöxtur eykur líkur á sýkingum í munnholi.  Eins er brjóstsykurinn harður og getur brotið upp úr tönn þegar hann er bruddur.

Mynd/Getty

Gúmmí nammi

Allt sykrað nammi er vont fyrir tennurnar en verst er gúmmí, karamellur og annað seigt nammi sem festist á milli tannanna og niður í skorum  þar sem erfitt er að hreinsa upp.

Gosdrykkir

Hátt sykurhlutfall og sýrustig í gosdrykkjum er sérstaklega slæmt fyrir tennurnar.  Að baða tennurnar í sykri eykur líkur á tannskemmdum auk þess sem sýran í drykknum eyðir glerjungnum sem skemmir tennurnar og getur valdið auknu næmi og kuli. Best er að sleppa gosdrykkju en annars  getur það hjálpað að drekka í gegnum rör og koma þannig í veg fyrir að tennurnar baðist í gosi.

Íþróttdrykkir og ávaxtadrykkir

Þessir drykkir eru litlu betri fyrir tennurnar en gosdrykkir,með háu sykurhlutfalli og háu sýrustigi.

Stöðugt nart

Með tíðu narti yfir daginn eru alltaf matarleifar í tönnum og sýrustig  í  munni er stöðugt hátt sem eykur líkur á tannskemmdum. Gott er að velja mat sem hreinsar frekar tennur og myndar síður skán á tennurnar  t.d. gulrætur,selleri og epli.

Mynd/Getty

Tóbaksnotkun

Tóbak í hvaða formi sem er ertir slímhúð munnholsins og eykur líkur á tannholdsbólgum,það truflar blóðrásina og bælir ónæmiskefið. Það litar tennurnar,veldur andremmu og breytir bragðskyni. Tóbak er þekktur krabbameinsvaldur og getur  valdið krabbameini í munnholi.

Nota tennur til að opna umbúðir

Það er hætta á að brjóta upp úr tönn eða fá sprungu þegar tennur eru notaðar til að opna eða rífa umbúðir. Eins þegar hlutir eins og blýantar eru nagaðir.

Almennt gildir að góð umhirða kemur í veg fyrir tannskemmdir. Bursta tennur kvölds og morgna,nota tannþráð.

Höfundur greinar:

Guðrún Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum
Glódís er leikfær
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Fimm áhugaverð nöfn á blaði hjá Lundúnaliðinu

Fimm áhugaverð nöfn á blaði hjá Lundúnaliðinu
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Hvað gerist í líkamanum ári eftir að manneskja hættir á Ozempic? – Niðurstöður rannsóknar skellur fyrir notendur

Hvað gerist í líkamanum ári eftir að manneskja hættir á Ozempic? – Niðurstöður rannsóknar skellur fyrir notendur
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Ása er stolt af því að vera þingkona: „Það er þó eitt við þetta starf sem ég er enn að reyna að skilja“

Ása er stolt af því að vera þingkona: „Það er þó eitt við þetta starf sem ég er enn að reyna að skilja“
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Birta myndbandið í heild sinni af hrottalegri árás Diddy gegn Cassie

Birta myndbandið í heild sinni af hrottalegri árás Diddy gegn Cassie
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Óhugnanlegar nýjar upplýsingar um „freak-off“ kynlífspartýin hans Diddy – „Ég var niðurlægð, þetta var ógeðslegt“

Óhugnanlegar nýjar upplýsingar um „freak-off“ kynlífspartýin hans Diddy – „Ég var niðurlægð, þetta var ógeðslegt“
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Segir að ADHD og vandamál með matarvenjur leiðast oft hönd í hönd – Gerðu þetta í staðinn

Segir að ADHD og vandamál með matarvenjur leiðast oft hönd í hönd – Gerðu þetta í staðinn
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Hraðamyndavél náði mynd af óvenjulegu broti

Hraðamyndavél náði mynd af óvenjulegu broti
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Bretar undirbúa sig undir árás Rússa

Bretar undirbúa sig undir árás Rússa

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.