fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025

Bökuð kartafla með mexíkóskri kjúklinga og avacadofyllingu

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 11. maí 2017 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessi réttur er fyrir alla sem elska mexíkóska rétti en eru fastir í sömu uppskriftinni. Þessi réttur er dásamlegur og ofureinfaldur í gerð. Hér eru við að tala um bakaða kartöflu með mexíkóskri kjúklingafyllingu, bræddum mozzarella og avacado. Frábær réttur á virkum dögum og þess vegna hægt að gera kartöfluna kvöldinu áður til að spara sér tíma og hita síðan upp með fyllingunni. Snilldin ein!

Ofnbökuð kartafla með mexíkóskri fyllingu

Fyrir 4-6
8 bökunarkartöflur, meðalstórar
500 g kjúklingalundir, t.d. frá Rose Poultry
1/2 poki af mexíkósku kryddi (t.d. taco eða fajitas krydd)
1/2 – 1 dós (170g) Hunts tomat pureé
3 vorlaukar, skorinn þunnt
1 askja kirsuberjatómatar, skornir í báta
mozzarella, rifinn
1 avacado
salt og pipar

  1. Skerið djúpan kross í kartöflurnar. Stáið salti í sárið og bakið við 220°c heitan ofn í um 60 mínútur eða þar til þær eru orðnar mjúkar.
  2. Setjið olíu á pönnu og heitið vel. Skerið kjúklinginn í þunna strimla og steikið hann á pönnunni þar til hann hefur eldast í gegn. Bætið tómat púrrunni, kryddinu og salti saman við og blandið vel saman.
  3. Þegar kartöflurnar eru fulleldaðar takið úr ofninum án þess þó að slökkva á honum. Kreystið þær til að opna þær betur og látið fyllinguna inní. Stráið osti yfir og bakið í 5-10 mínútur eða þar til osturinn er orðinn gylltur.
  4. Skerið avacado í teninga og stráið yfir. Berið fram með t.d. sýrðum rjóma, salsasósu, kóríander og vorlauk.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Svandís tekur við Fastus lausnum

Svandís tekur við Fastus lausnum
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Haaland hjólar í alla sína samherja fyrir tímabilið

Haaland hjólar í alla sína samherja fyrir tímabilið
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Glódís er leikfær

Glódís er leikfær
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Dapurleg sjón í yfirgefnum sædýragarði

Dapurleg sjón í yfirgefnum sædýragarði

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.