fbpx
Laugardagur 27.desember 2025

Lindex opnar netverslun í haust: „Við erum full tilhlökkunar“

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 22. júní 2017 12:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forráðamenn Lindex á Íslandi hafa ákveðið að opna nýja netverslun á slóðinni lindex.is í haust. Boðið verður upp á tískufatnað fyrir konur, undirföt, snyrtivörur og fylgihluti sem og fatnað á börn og unglinga á hagkvæmu verði. Vörurnar munu verða afhendar beint úr nýju vöruhúsi félagsins sem mun tryggja að afhendingartími verður með stysta móti.

„Við erum að innleiða netverslun á öllum okkar stöðum og leggjum mikla vinnu í það og einurð. Við erum full tilhlökkunar að geta boðið okkar hagkvæmu tískuvörur í netverslun sem er á heimatungumálinu og gefa upp verð í heimagjaldmiðlinum.“ segir Ingvar Larsson, forstjóri Lindex.

”Við erum mjög ánægð með þetta skref og teljum að það felist í því mikil tækifæri með ört vaxandi netverslun Íslendinga. Sett í samhengi við okkar mikla fjölda verslana um land allt mun þetta án nokkurs vafa verða frábær viðbót við flóru verslana okkar. Við munum afhenda vörurnar beint frá vöruhúsinu okkar sem gerir vöruúrvalið og afhendingartíma með besta móti.”, segir Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir, umboðsaðili Lindex á Íslandi.

Lindex rekur nú fimm verslanir á Íslandi –  í Smáralind, tvær verslanir í Kringlunni, á Glerártorgi á Akureyri og undirfataverslun á Laugavegi 7 auk þess sem ný verslun opnar í Reykjanesbæ 12. ágúst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 klukkutímum

Sigmundur Ernir skrifar: Mestu varðar mannúðin og mildin

Sigmundur Ernir skrifar: Mestu varðar mannúðin og mildin
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Wenger nýr yfirmaður Arnars Þórs

Wenger nýr yfirmaður Arnars Þórs
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tvíburar á bekknum í úrvalsdeildinni

Tvíburar á bekknum í úrvalsdeildinni
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Spá Ellýjar: Hefur áhyggjur af Guðmundi Inga og sér hann ekki setjast aftur í ráðherrastól

Spá Ellýjar: Hefur áhyggjur af Guðmundi Inga og sér hann ekki setjast aftur í ráðherrastól
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: Alþingiskosningar næsta haust og Íslendingur vinnur EuroJackpot

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: Alþingiskosningar næsta haust og Íslendingur vinnur EuroJackpot
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fabregas vorkennir Alonso

Fabregas vorkennir Alonso
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

England: United vann sterkan sigur á Newcastle

England: United vann sterkan sigur á Newcastle
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Safnað fyrir Kjartan sem slasaðist í bílslysi í Suður-Afríku – „Kjartan er sannur vinur“

Safnað fyrir Kjartan sem slasaðist í bílslysi í Suður-Afríku – „Kjartan er sannur vinur“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.