fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025

Heimsfrægar leikkonur segja frá einelti sem þær urðu fyrir

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 21. júní 2017 16:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir sem verða að þola einelti gleyma því ekki. Það á líka við um stjörnurnar í Hollywood. Skólafélagar Steven Spielberg kölluðu hann nörd, Tom Cruise var strítt vegna þess að hann glímdi við lestrarerfiðleika og Kate Winslet var kölluð feitabolla. Og þær þrjár heimsfrægu stjörnur sem fjallað er um hér á síðunni urðu fyrir miklu aðkasti í skóla vegna þess að þær þóttu vera öðruvísi og féllu ekki inn í hópinn. Á þeim sannaðist að sá hlær best sem síðast hlær. Skólafélagarnir sem níddust á þeim á sínum tíma vildu í dag örugglega vera í þeirra sporum.

Jennifer Lawrence

Óskarsverðlaunaleikkonan varð fyrir svo miklu einelti sem barn að hún skipti margoft um skóla. Í gagnfræðaskóla niðurlægði skólasystir hennar hana þegar hún fékk hana til að hjálpa sér við að dreifa afmælisboðskorti til skólafélaganna, en Lawrence var ekki boðið í það afmæli.

Winona Ryder

Winona Ryder varð fyrir grófu ofbeldi í skóla. Nokkrir skólafélagar hennar réðust á hana, slógu höfði hennar við dyr og þegar hún féll í jörðina spörkuðu þeir í hana og börðu hana. Eftir atvikið var henni vísað úr skóla meðan hinir ungu ofbeldisseggir héldu áfram skólagöngu eins og ekkert hefði í skorist. Seinna, þegar Ryder var orðin fræg Hollywood-stjarna, gekk einn ofbeldismannanna að henni á kaffihúsi og bað hana um eiginhandaráritun. Hún spurði hann hvort hann myndi eftir að hafa gengið í skrokk á skólasystur sinni á árum áður. Hann sagði að sig rámaði í það. „Þetta var ég, farðu til fjandans,“ sagði Ryder.

Sandra Bullock

Móðir Söndru Bullock var óperusöngkona og tók dóttur sína með sér í ferðalög til Evrópu. Þegar Bullock sneri aftur í skólann í Bandaríkjunum var henni miskunnarlaust strítt vegna klæðnaðar síns, sem var mjög evrópskur. Bullock segist enn muna nöfnin á öllum þeim krökkum sem hæddu hana og lumbruðu á henni.

-Kolbrún Bergþórsdóttir
Birtist fyrst á DV.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

HR sendi nemanda með prófkvíða í tvö sjúkrapróf sama daginn

HR sendi nemanda með prófkvíða í tvö sjúkrapróf sama daginn
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Arsenal mjög óvænt á eftir þessum leikmanni Chelsea

Arsenal mjög óvænt á eftir þessum leikmanni Chelsea
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Gera stólpagrín að leikmanni Manchester United – Var hann í alvöru að þessu?

Gera stólpagrín að leikmanni Manchester United – Var hann í alvöru að þessu?
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sjálfskipaður „konungur Þýskalands“ handtekinn og samtök hans bönnuð

Sjálfskipaður „konungur Þýskalands“ handtekinn og samtök hans bönnuð
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Diego Simeone vill fá Antony í sumar

Diego Simeone vill fá Antony í sumar
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Var ekki nógu þolinmóður við að bíða eftir gluggatjöldunum

Var ekki nógu þolinmóður við að bíða eftir gluggatjöldunum
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Trump bregst enn og aftur illa við spurningu frá blaðamanni – „Þú ættir að skammast þín“

Trump bregst enn og aftur illa við spurningu frá blaðamanni – „Þú ættir að skammast þín“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Beckham og Neville henda 17 leikmönnum burt

Beckham og Neville henda 17 leikmönnum burt

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.