fbpx
Laugardagur 03.maí 2025

Guðrún ræðir opinskátt um andleg veikindi sín: „Ég er geðsjúklingur greind með geðhvörf og átröskun“

Aníta Estíva Harðardóttir
Föstudaginn 8. september 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Runólfsdóttir er 23 ára gömul og búsett á Selfossi með eiginmanni sínum og syni. Guðrún er förðunarfræðingur að mennt og er mjög virk á samfélagsmiðlum. Guðrún er einnig geðsjúklingur, en hún er greind með geðhvörf og átröskun og hefur þurft að ganga í gegnum ýmislegt í lífinu.

Guðrún ákvað að vera mjög opin með andleg veikindi sín alveg frá upphafi og hefur talað opinberlega um þau í mörg ár. Nýlega fann hún fyrir mikilli þörf til þess að opna umræðuna um fæðingarþunglyndi, en það er mikið algengara en fólk gæti haldið.

Sængurkvennagrátur er mjög algengur hjá konum eftir barnsburð en það gerist þegar líkaminn losar sig við hormóna frá meðgöngunni og konur eiga það til að gráta mikið yfir minnstu hlutum. Hins vegar hættir sængurkvennagrátur fljótlega og vanlíðanin með. Guðrún sannfærði sjálfa sig um að hún væri með sængurkvennagrát og vildi ekki viðurkenna fyrir sjálfri sér né öðrum að hún væri í raun með mjög alvarlegt fæðingarþunglyndi.

Þunglyndið var hins vegar orðið nokkuð augljóst fyrir þá sem stóðu henni næst og áttuðu þau sig á því að vandamálið var stærra heldur en Guðrún réði við. Á endanum fór hún inn á geðdeild og leitaði sér hjálpar.

Guðrún skammaðist sín mikið fyrir líðanina og var rosalega hörð við sjálfa sig þar sem hún var með heilbrigt barn í höndunum og „átti“ þess vegna að vera hamingjusöm.

Guðrún tók sig til á dögunum og tók upp myndband þar sem hún ræðir á opinskáan hátt um líðan sína eftir fæðingu þegar versta fæðingarþunglyndið stóð yfir og er myndbandið vægast sagt tilfinningaþrungið. Henni þykir gott að geta deilt reynslu sinni með öðrum og þannig hjálpa vonandi einhverjum sem eru að ganga í gegnum það sama. Hún er handviss um að það að tala opinskátt um veikindi sín hjálpi öðrum og einnig hefur það gefið henni mikið og hjálpað henni í batanum.

Guðrúnu líður mjög vel í dag, er almennt í mjög góðu jafnvægi, en á að sjálfsögðu slæma daga inn á milli og þarf virkilega að gæta sín að ofgera sjálfri sér ekki.

„Fyrsta skrefið í átt að betri líðan er að viðurkenna vandamálið fyrir sjálfum sér, næsta skref er að segja einhverjum frá og síðast en ekki síst, er að fá fagfólk til þess að aðstoða sig við að ná bata. Aldrei missa vonina, þér mun líða betur þrátt fyrir að þú sjáir það ekki núna.“

Hér fyrir neðan má sjá myndbandið sem Guðrún tók upp.

Hægt er að fylgja Guðrúnu á þessum samfélagsmiðlum :

Youtube, Instagram og Snapchat: Makeupbygudrunr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Hrafnkell las yfir stórstjörnunni eftir umdeilda útlitsbreytingu hans – „Eitthvað það dónalegasta og ógeðslegasta sem ég hef séð“

Hrafnkell las yfir stórstjörnunni eftir umdeilda útlitsbreytingu hans – „Eitthvað það dónalegasta og ógeðslegasta sem ég hef séð“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Viðurkennir að Liverpool sé á öðrum stað í dag – Vonar að stjórnin taki þá til fyrirmyndar í sumar

Viðurkennir að Liverpool sé á öðrum stað í dag – Vonar að stjórnin taki þá til fyrirmyndar í sumar
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Heilbrigðisfulltrúi tók sér vald sem hann hafði ekki

Heilbrigðisfulltrúi tók sér vald sem hann hafði ekki
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Fanney snerti viðkvæman blett hjá sumum – „Fólk er farið að skuldsetja sig til að eignast þessa hluti, sem er galið“

Fanney snerti viðkvæman blett hjá sumum – „Fólk er farið að skuldsetja sig til að eignast þessa hluti, sem er galið“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sagðist ekki hafa verið „með gáfur til þess“ að telja tugi milljóna fram til skatts

Sagðist ekki hafa verið „með gáfur til þess“ að telja tugi milljóna fram til skatts
433
Fyrir 19 klukkutímum

Mark De Bruyne dugði til

Mark De Bruyne dugði til

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.