fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025

Ragga nagli: „Hæ, ég heiti Ragga og ég er með fellingar á maganum“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 8. desember 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragga nagli

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Í nýjasta pistli sínum á Facebook hvetur hún okkur til að breyta orðræðunni:

Naglinn hefur aldrei viljað vera með bert milli laga í ræktinni.
Finnst óþægilegt að vera í bikiní.
Farið langt útfyrir þægindamörk að birta myndir þar sem sést í naflann.

Ekki-nóg nefndin kemur saman við slík tilefni.
Frikki fullkomnun. Nonni niðurrif.
Siggi samanburður.
Saman hrópa þeir í einum kór inni í núðlunni.

Ojjj.. ætlarðu að opinbera þessa ömurð.
Mallinn á þér er næpuhvítur.
Með dellur í kringum naflann.
Enginn sixpakk.
Þú munt fá hæðnisbréf frá Hagstofunni.
Tjörguð og fiðruð á torgum.

Komplexarnir úr æsku hafa áhrif á álit þeirra.

Frá því fjölskyldumeðlimur kleip í magann á 12 ára barni og sagði „Á ekki að fara að grenna sig?“

Á þeim tímapunkti varð maginn aldrei nóg.
Ekki nógu mjór. Ekki nógu sterkur. Ekki nógu skorinn. Naflinn ekki nógu útstæður.
Aldrei nógu… fylltu í eyðurnar.

Alltaf of eitthvað…..
Of feitur. Of mjúkur. Of ljótur.
Naflinn of niðurdreginn.

Því sjálfsmyndin mótast í æsku. Hvað er sagt við okkur á krítískum mótunarárum markar djúp spor sem erfitt er að moka yfir.

En á einhverjum tímapunkti þá áttar maður sig á að þessi saga í hausnum að þú eigir að dæma og gagnrýna eigin skrokk er ekki meðfædd. Hún er erfð frá samfélaginu.

Þú ÁTT að hatast út í dellur á malla og appó á lærum.
Þú ÁTT að grenja yfir slitförum og rassastærð í brók.

En eru það virkilega okkar eigin tilfinningar við virkilega svona súr út í húðlög á skrokknum?

Eða erum við skilyrt af auglýsingum um krem og pillur og duft og dítox?

Erum við sósuð í instagrammi af fílteruðum fótósjoppuðum uppstilltum skrokkum sem birta firrta mynd af veruleikanum?

Við getum breytt hvernig þessi orðræða er í hausnum á okkur.
Við getum vonandi breytt hvernig hún birtist í ræðu og riti.

Þegar við gagnrýnum samfélagslega pressu á kvenkyns (og karlkyns) og þorum að deila okkar sögum þá holar dropinn steininn smátt og smátt.

Hæ, ég heiti Ragga og ég er með fellingar á maganum.
Þó ég sé ræktarmelur.
Já og ég er ekki með snefil af farða á þessari mynd.

#nógugott

Naglinn hefur aldrei viljað vera með bert milli laga í ræktinni.Finnst óþægilegt að vera í bikiní.Farið langt útfyrir…

Posted by Ragga Nagli on 8. desember 2017

Facebooksíða Röggu nagla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Harðhaus Villa reif treyju Greenwood – Sjáðu slagsmálin

Harðhaus Villa reif treyju Greenwood – Sjáðu slagsmálin
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Guðjón fékk slæma byltu og braut þrjú rifbein á Þingvöllum – „Aug­ljós­ar slysa­gildr­ur eru mjög víða“

Guðjón fékk slæma byltu og braut þrjú rifbein á Þingvöllum – „Aug­ljós­ar slysa­gildr­ur eru mjög víða“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Útskýrir óvænta fjarveru lykilmanns Liverpool

Útskýrir óvænta fjarveru lykilmanns Liverpool
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Byrjaði á OnlyFans á 18 ára afmælisdaginn – Þénaði 140 milljónir á fyrstu þremur klukkustundunum

Byrjaði á OnlyFans á 18 ára afmælisdaginn – Þénaði 140 milljónir á fyrstu þremur klukkustundunum
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Óskarsverðlaunaleikkonan fékk boð um stefnumót frá Trump daginn sem hún skildi við eiginmann sinn

Óskarsverðlaunaleikkonan fékk boð um stefnumót frá Trump daginn sem hún skildi við eiginmann sinn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Besta deildin: Tvenna frá Gylfa dugði ekki til í tapi – Valur með fimm stiga forskot

Besta deildin: Tvenna frá Gylfa dugði ekki til í tapi – Valur með fimm stiga forskot
Pressan
Fyrir 19 klukkutímum

Þetta eru mistökin sem margir gera þegar þeir þvo handklæði

Þetta eru mistökin sem margir gera þegar þeir þvo handklæði
Pressan
Fyrir 20 klukkutímum

Evrópskar borgir leggja háar sektir gegn ýmsu athæfi ferðamanna – „Heimamenn eru komnir með nóg“

Evrópskar borgir leggja háar sektir gegn ýmsu athæfi ferðamanna – „Heimamenn eru komnir með nóg“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.