fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
433

Er þetta ástæðan fyrir því að samband Zidane og Perez hefur versnað?

Bjarni Helgason
Fimmtudaginn 11. janúar 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid þykir valtur í sessi þessa dagana en gengi liðsins á leiktíðinni hefur verið undir væntingum.

Liðið situr í fjórða sæti spænsku La Liga og er nú 16 stigum á eftir toppliði Barcelona.

Þá á liðið erfiða viðureign fyrir höndum í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar þar sem Real mætir PSG frá Frakklandi.

Sport greinir frá því í dag að samband Florentino Perez, forseta félagsins og Zidane hafi versnað mikið upp á síðkastið.

Zidane á að vera ósáttur með það að félagið sé að reyna kaupa Kepa Arrizabalaga, markmann Athletic Bilbao.

Sport segir að ástæðan sé sú að sonur Zidane, Luca Zidane sé þriðji markmaður liðsins í dag og hann myndi færast neðar í goggunarröðuna með komu Kepa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stefnir allt í að Baleba fari ekki til United

Stefnir allt í að Baleba fari ekki til United
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Chelsea móðgað eftir tilboð frá Þýskalandi

Chelsea móðgað eftir tilboð frá Þýskalandi
433Sport
Í gær

Bruno opnar sig um allar sögusagnirnar: Ræddi við forsetann – ,,Ég veit hversu erfitt það var fyrir þá að hafna boðinu“

Bruno opnar sig um allar sögusagnirnar: Ræddi við forsetann – ,,Ég veit hversu erfitt það var fyrir þá að hafna boðinu“
433Sport
Í gær

Alls ekki ánægður með eigin yfirmenn: ,,Bjóst ég við þessu? Auðvitað ekki“

Alls ekki ánægður með eigin yfirmenn: ,,Bjóst ég við þessu? Auðvitað ekki“