fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Sport

Íslenska liðið fær hæstu einkunn: „Líklega vinsælasta lið keppninnar“

Ísland og Króatía fá hæstu einkunn – Úkraína, Rússland og Austurríki falla með stæl

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 23. júní 2016 14:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska liðið fær hæstu einkunn blaðamanna Daily Mail eftir riðlakeppnina á Evrópumótinu í Frakklandi sem nú stendur yfir. Þar er öllum 24 þátttökuþjóðunum sem hófu leik gefnar einkunnir sem taka meðal annars mið af væntingum fyrir mót og frammistöðu á mótinu til þessa.

Aðeins tvær þjóðir fá hæstu einkunn en það eru Ísland og Króatía. Króatar hafa líklega spilað flottasta fótboltann það sem af er móti en þeir lönduðu sem kunnugt er sigri í sterkum D-riðli eftir frábæran sigur á Spánverjum, 2-1, í síðasta leik sínum í riðlinum.

En íslenska liðið fær einnig frábæra dóma í umfjöllun Dail Mail. „Fámennasta þjóðin á EM en líklega vinsælasta liðið í keppninni, þökk sé frábærri viðleitni, stórkostlegum lýsingum (Gumma Ben) og þeirri staðreynd að þjóðin hatar Cristiano Ronaldo. Skemmtilegir, ósigraðir og munu veita Englendingum harða keppni í 16-liða úrslitunum. Þetta hefur verið frábær keppni fyrir íslenska liðið sem er í fyrsta sinn á stórmóti,“ segir í umsögn Daily Mail.

Ísland og Króatía fá bæði A* í einkunn sem er hæsta mögulega einkunninn en tvær þjóðir fá einnig einkunnina A, það er Norður-Írland og Ungverjaland. Wales fær einkunnina A-. Pólland og Ítalía fá B+ á meðan Slóvakar, Þjóðverjar, Albanar og Írar fá einkunnina B. Sviss fær einkunnina B-.

Fjölmargar öflugar knattspyrnuþjóðir eru í hópi þeirra sem fá einkunnina C. Frakkar fá C+ en England, Spánn, Belgía og Portúgal fá C-. Rúmenar og Tyrkir fá einkunnina D en Svíþjóð og Tékkland falla með stæl, fá bæði einkunnina E. Lægstu einkunnina, F, fá hins vegar Úkraína, Rússland og Austurríki, en öll þrjú liðin féllu úr leik eftir riðlakeppnina og stóðu engan veginn undir væntingum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane
433Sport
Í gær

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“
433Sport
Í gær

England: Chelsea kom til baka á Villa Park

England: Chelsea kom til baka á Villa Park