fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Sport

Íslenska liðið eitt það besta í Evrópu: Stendur framar en Portúgal, Spánn og Króatía

Breska blaðið Guardian tekur saman lista yfir bestu landslið Evrópu

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 29. júní 2016 13:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið sem hrifið hefur heimsbyggðina með sér á Evrópumótinu í Frakklandi er eitt það allra sterkasta í Evrópu. Ísland er vitanlega komið í 8-liða úrslit Evrópumótsins en breska blaðið Guardian birti í morgun lista yfir sterkustu fótboltaþjóðir Evrópu. Þar er Ísland í 7. sæti, á undan þjóðum eins og Portúgal og Króatíu.

Guardian hefur birt lista (e. Power rankings) meðan á Evrópumótinu stendur en á umræddum lista er meðal annars tekið tillit til spilamennsku liða á Evrópumótinu og liðum raðað eftir styrkleika. Óhætt er að segja að íslenska liðið hafi tekið stökk á listanum því fyrir viku var Ísland í 13. sæti. Sigurinn á Englandi hefur fleytt Íslandi því upp um nokkur sæti á listanum.

Í umsögn Guardian um íslenska liðið segir meðal annars: „Eftir riðlakeppnina hófst umsögn okkar um íslenska liðið á þessum orðum:

„Þetta er draumur sem virðist engan endi ætla að taka“. Það á enn við en Ísland á allt hrós skilið fyrir spilamennsku sína gegn Englandi og þá staðreynd að Ísland kom til baka eftir að hafa lent undir í leiknum. Þetta er lið sem spilar svo einfaldan en árangursríkan fótbolta. Ísland á meira skilið en að vera þekkt sem liðið sem varð Englandi til skammar. Geta þeir einnig staðið uppi í hárinu á Frökkum, sem eiga það til að byrja rólega og eru vafasamir í vörninni? Á þessum tímapunkti í mótinu er ekki hægt að veðja gegn Íslandi.“

Portúgal er í 8. sæti á listanum og Króatar, sem margir spáðu góðu gengi á Evrópumótinu, er í 9. sæti. Þá er Sviss í 10. sæti listans, Spánn í 11. sætinu, og England í 14. sæti. Það skal tekið fram að listinn er ekki byggður á neinum sérstökum vísindum og er því aðeins um huglægt mat blaðamanna Guardian að ræða. Listinn sýnir þó, svo ekki verður um villst, að íslenska landsliðið ber að taka alvarlega eftir frábæra frammistöðu á Evrópumótinu í sumar.

Hér að neðan má sjá listann í heild sinni:

  1. Þýskaland
  2. Ítalía
  3. Belgía
  4. Frakkland
  5. Wales
  6. Pólland
  7. ÍSLAND
  8. Portúgal
  9. Króatía
  10. Sviss
  11. Spánn
  12. Írland
  13. Norður-Írland
  14. England
  15. Ungverjaland
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Heppinn að vera með meðvitund eftir ‘árásina’ í gær – Sjáðu óhugnanlegt myndband

Heppinn að vera með meðvitund eftir ‘árásina’ í gær – Sjáðu óhugnanlegt myndband
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ekki of vinsæll í Barcelona eftir valið – ‘Sá besti’ kemst ekki í liðið

Ekki of vinsæll í Barcelona eftir valið – ‘Sá besti’ kemst ekki í liðið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Conte kominn með nýtt verkefni – Mun gera þriggja ára samning

Conte kominn með nýtt verkefni – Mun gera þriggja ára samning
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu ótrúlegar myndir: Fann óvenjulegt vopn og hótaði öllu illu – Á von á harðri refsingu

Sjáðu ótrúlegar myndir: Fann óvenjulegt vopn og hótaði öllu illu – Á von á harðri refsingu