fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Harry Potter á svið

Kolbrún Bergþórsdóttir
Laugardaginn 25. júní 2016 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harry Potter and the Cursed Child, leikrit um Harry Potter, verður frumsýnt á West End í London 30. júlí næstkomandi. Leikritið er byggt á sögu eftir J.K. Rowling, Jack Thorne og John Tiffany. Thorne vann handrit sýningarinnar eftir sögunni og Tiffany leikstýrir en leikritið er í tveimur hlutum. Sagan gerist nítján árum eftir að síðustu Harry Potter bókinni lauk og aðalpersónurnar eru Harry Potter og sonur hans, Albus Severus Potter. Handrit sýningarinnar kemur út í bók 31. júlí.

Það hefur vakið athygli að hörundsdökk leikkona, Noma Dumezweni, er í hlutverki Hermione Granger, sem Emma Watson lék í kvikmyndunum. Ekki hafa allir tekið þessu vali vel og ummæli netverja hafa mörg hver verið lítt falleg. J.K. Rowling hefur risið upp til varnar og segir að aldrei hafi komið fram í bókunum að Hermione væri hvít.

Noma Dumezweni þykir frábær sviðsleikkona og hefur unnið til Olivier-verðlaunanna. Leikarinn Jamie Parker fer með hlutverk Harry Potter í leikritinu.

Frumsýningar er beðið með mikilli eftirvæntingu og miðar, sem þegar eru komnir í sölu, hafa selst eins og heitar lummur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Messi að skrifa undir
Fókus
Í gær

Systir Biöncu Censori fetar í hennar fótspor með djörfu fatavali

Systir Biöncu Censori fetar í hennar fótspor með djörfu fatavali
Fókus
Í gær

Hneyksluð yfir verðinu á Starbucks – Þetta borgaði hún fyrir tvo

Hneyksluð yfir verðinu á Starbucks – Þetta borgaði hún fyrir tvo
Fókus
Fyrir 2 dögum

Það vex á mér vömbin og spikið!

Það vex á mér vömbin og spikið!
Fókus
Fyrir 2 dögum

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýtt myndband af stjörnuhjónunum vekur mikla reiði

Nýtt myndband af stjörnuhjónunum vekur mikla reiði
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjaldséð sjón: Mary-Kate og Ashley létu sjá sig

Sjaldséð sjón: Mary-Kate og Ashley létu sjá sig