fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Sport

Bróðir Abel Dhaira boðið að spila með ÍBV

Eric er væntanlegur til Eyja í lok vikunnar

Kristín Clausen
Þriðjudaginn 24. maí 2016 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnuráð ÍBV hefur boðið markmanninum Eric Dhaira sem er bróðir Abel Dhaira, til landsins til þess að æfa og spila með 2. flokki félagsins og KFS sem leikur í þriðju deildinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eyjamönnum. En Abel sem lést úr krabbameini fyrr á árinu var markvörður ÍBV.

Í tilkynningu frá félaginu segir að Abel hafi komið að máli við stjórnina undir lok síðasta tímabils. Hann langaði að taka bróður sinn með sér þegar hann kæmi aftur til landsins frá Úganda. Það var Abel gríðarlega mikilvægt að að hann fengi að kynnast landi og þjóð.

„Eftir að Abel lést ákvað knattspyrnuráð ÍBV að bjóða Eric til landsins og dvelja hér út tímabilið. Eric hefur nýlega gert samning við félagsliðið Sona í Úganda og fengum við þá til þess að lána hann út tímabilið svo Eric fái að upplifa draum Abels. Eric sem á nokkra landsleiki með yngri landsliðum Úganda hefur nú fengið leikheimild með KFS og 2. flokki ÍBV. Eric er væntanlegur til Eyja í lok vikunnar,“ segir í tilkynningunni.

Þar segir jafnframt. „Við í knattspyrnuráði ÍBV erum mjög stoltir að ná að uppfylla þennan draum Abels heitins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Hannes ræðir förina í brúðkaup Gylfa Þórs og allt fjaðrafokið í kjölfarið – „Þess vegna fannst mér svo brotið á minni réttlætiskennd“

Hannes ræðir förina í brúðkaup Gylfa Þórs og allt fjaðrafokið í kjölfarið – „Þess vegna fannst mér svo brotið á minni réttlætiskennd“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Einum manni brá oft fyrir í svörum leikmanna Vals – „Það góða er að hann heldur sjálfur að hann sé með svo flottan stíl“

Einum manni brá oft fyrir í svörum leikmanna Vals – „Það góða er að hann heldur sjálfur að hann sé með svo flottan stíl“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Skelfilegt ofbeldi í Bandaríkjunum: Var stunginn og fluttur á sjúkrahús – Telja að árásarmaðurinn sé fundinn

Skelfilegt ofbeldi í Bandaríkjunum: Var stunginn og fluttur á sjúkrahús – Telja að árásarmaðurinn sé fundinn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Halldór um erfiðar aðstæður í kvöld: ,,Veist ekki alveg hvar hann endar“

Halldór um erfiðar aðstæður í kvöld: ,,Veist ekki alveg hvar hann endar“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Orri Steinn stórkostlegur og tryggði FCK sigurinn: Kom inná og skoraði þrennu – Sjáðu öll mörkin

Orri Steinn stórkostlegur og tryggði FCK sigurinn: Kom inná og skoraði þrennu – Sjáðu öll mörkin
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Byrjunarlið KR og Breiðabliks – Ísak og Patrik á bekknum

Byrjunarlið KR og Breiðabliks – Ísak og Patrik á bekknum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri
433Sport
Í gær

England: Frábær fyrri hálfleikur tryggði Arsenal þrjú stig í stórleiknum

England: Frábær fyrri hálfleikur tryggði Arsenal þrjú stig í stórleiknum