fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433

Helgi Kolviðsson: Vitum hvernig Lippi vill spila

Margrét Gústavsdóttir
Föstudaginn 13. október 2017 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimska -u KVK

• það að vera heimskur, vitsmunaskortur

Orðið úr Orðabanka Birtu þessa vikuna er ættað úr germönsku. Flestir nota það yfir fólk sem skortir vitsmuni en á vísindavefnum svarar próf. Guðrún Kvaran spurningunni um uppruna orðsins með eftirfarandi hætti:

Orðið heimskur ‛vitgrannur, fávís’ er náskylt orðunum heim ‛(í átt) til heimkynna’ og heima ‛heimkynni, heimili’ og ‛í heimkynnum sínum’. Orðið heimskur þekkist allt frá fornu máli. Ekki þótti það karlmannlegt að sitja alltaf heima og fara ekkert.

Í Hávamálum stendur (5. erindi):

Vits er þörf
þeim er víða ratar
dælt er heima hvað.

Dælt merkir þarna ‛auðvelt’, það er auðvelt að halda sig heima en vit er nauðsynlegt ef fara á víða. Heimskur er þá upphaflega sá sem heldur sig heima við og aflar sér ekki þekkingar á ferðum.

Íslensk orðsifjabók lýsir orðinu heimska svona:

heimskur l. ‘vitgrannur, fávís’; sbr. sæ. máll. hemmsk ‘hræddur, huglítill’, fd. hemsk (s.m.), sbr. nno. heimen ‘einfaldur’; eiginlega ‘heima alinn > reynslulítill’. Sbr. fhþ. heimisc, nhþ. heimisch ‘sem heyrir til heimkynnunum, innlendur.

SAMHEITI

andhælisskapur, asnaskapur, aulaháttur, aulaskapur, axarskaft, álfaskapur, bjálfaskapur, bjánaskapur, dáraskapur, einfeldni, fábjánaháttur, fábjánaskapur, fáráðlingsháttur, fáráðlingsskapur, fásinna, fáviska, fávísi, fíflska, fíflskapur, fjarstæða, flónsháttur, flónska, flónskupör, fólska, gáfnaskortur, glappaskot, glópska, grunnhyggni, græningjaháttur, grænka, hálfvitaháttur, hálfvitaskapur, heimskupör, hyggjuleysi, kjánaskapur, nautska, óhyggni, ókænska, óráð, óskynsemi, ósnilli, óviska, óviturleiki, rataskapur, ráðleysi, sálarþynnka, skynsemdarleysi, vanhyggja, vanviska, vanvit, vitgrenni, vitleysa, vitsmunaskortur, þynnka
skynsemi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ljótt ástand í Beckham fjölskyldunni

Ljótt ástand í Beckham fjölskyldunni
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arnar: „Fyrst og fremst leiðinlegt fyrir hann“

Arnar: „Fyrst og fremst leiðinlegt fyrir hann“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Nýjasti landsliðshópur Arnars vekur athygli – Jóhann Berg og Hörður Björgvin snúa aftur

Nýjasti landsliðshópur Arnars vekur athygli – Jóhann Berg og Hörður Björgvin snúa aftur
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Anton Ingi tekur við starfi Óskars í Úlfarsárdal

Anton Ingi tekur við starfi Óskars í Úlfarsárdal
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Liðsfélagi og vinur Trent opinberar hvernig kappinn talar um Liverpool

Liðsfélagi og vinur Trent opinberar hvernig kappinn talar um Liverpool
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Óvænt endurkoma fyrrum leikmanns Liverpool

Óvænt endurkoma fyrrum leikmanns Liverpool