fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Fókus

Upp mun hann rísa

Frank Underwood var sýnt banatilræði

Kolbrún Bergþórsdóttir
Þriðjudaginn 5. apríl 2016 20:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og alþjóð vafalítið veit þá var Frank Underwood Bandaríkjaforseta sýnt banatilræði í framhaldsþættinum Spilaborg og óvíst er um batahorfur. „Ég vona að hann drepist,“ sagði hin eiturharða tengdamóðir hans, sem Óskarsverðlaunaleikkonan Ellen Burstyn leikur frábærlega. Tengdamóðirin mun örugglega ekki fá þessa heitu ósk sína uppfyllta. Við sjónvarpsáhorfendur vitum að Underwood forseti mun upp rísa því ansi margir þættir eru eftir af þessari þáttaröð og óhugsandi er að halda leiknum áfram án hins hins slóttuga forseta.

Forsetafrúin er farin að láta til sín taka af meiri metnaði og útsjónarsemi en áður – og var hún þó ansi aðgangshörð áður. Maður hennar er fyrir löngu búinn að breytast í skrímsli og hún virðist ætla að fara sömu leið. Vonandi á þó lögmálið góða um makleg málagjöld eftir að hitta þau hjónin fyrir. Við þurfum samt sennilega að bíða lengi eftir að svo verði því þættirnir mala gull og á meðan er framleiðslu þeirra haldið áfram. Um leið þarf eitthvað mikið að gerast í hverjum þætti svo áhorfendur haldist fyrir framan skjáinn. Fólskuverkin munu því halda áfram um hríð.

Einhvern tímann mun koma að því að við horfum á lokaþátt Spilaborgar og um leið andvarpa vegna þess að það verður dulítið erfitt að kveðja forsetahjónin sem hafa haldið manni að skjánum misserum saman. Aðalleikararnir, Kevin Spacey og Robin Wright, hafa gætt persónur sínar lífi og það svo mjög að okkur finnst að Underwood hjónin séu raunverulega til. Það er alltaf gaman þegar maður fer að trúa á tilbúnar persónur. Það er dálítið eins og að verða aftur barn. Þá trúði maður á svo margt og mikið. Svo færðu árin manni vantrúna.

Spilaborg verður enn um sinn hluti af lífi okkar því þegar þessari þáttaröð lýkur er von á einni enn. Dagskrárstjóri erlendrar dagskrár á RÚV er góður og sanngjarn og mun örugglega sjá til þess að næsta þáttaröð ratar inn í stofuna okkar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fær annað tækifæri til að finna ástina

Fær annað tækifæri til að finna ástina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Haukur Morthens 100 ára – Heiðurstónleikar í Hörpu sunnudaginn 26. maí

Haukur Morthens 100 ára – Heiðurstónleikar í Hörpu sunnudaginn 26. maí
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórhildur kynntist kærastanum þegar hún var á Spáni með eiginmanninum – „Ég man eftir nokkrum notalegum augnablikum á ströndinni“

Þórhildur kynntist kærastanum þegar hún var á Spáni með eiginmanninum – „Ég man eftir nokkrum notalegum augnablikum á ströndinni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kári útskýrir af hverju hann er ekki í stjórnmálum – „Ertu vitlaus drengur?“

Kári útskýrir af hverju hann er ekki í stjórnmálum – „Ertu vitlaus drengur?“