fbpx
Miðvikudagur 28.janúar 2026
Fréttir

Júlíus Vífill með sjóð í Panama

„Ef greitt væri úr sjóðnum yrðu greiðslurnar skattskyldar á Íslandi,“ segir Júlíus

Ritstjórn DV
Föstudaginn 1. apríl 2016 15:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem fram kemur að hann hafi stofnað vörslusjóð í svissneskum banka. Júlíus segir allt sem snúi að sjóðnum í samræmi við íslensk lög og lúti sömu reglum og sjálfseignarstofnun. Segist hann ekki hafa fengið greitt úr sjóðnum eða haft úr honum tekjur en hugmyndin hafi verið að stofna eigin eftirlaunasjóð.

„Ef greitt væri úr sjóðnum yrðu greiðslurnar skattskyldar á Íslandi,“ segir Júlíus. Sérfræðiráðgjafar hafi tryggt að löglega værir staðið að málum en honum hafi verið ráðlagt að skrá stofnun sjóðsins í Panama. Júlíus biðst í yfirlýsingu sinni velvirðingar á að hafa ekki látið sjóðsins getið fyrr: „Enda þótt þess sé ekki krafist að geta eftirlaunasjóðs í hagsmunagreiningu borgarfulltrúa tel ég, eftir á að hyggja, að betur hefði farið á því.“ Nánar er fjallað um málið á mbl.is.

Eyjan greindi einnig frá því í dag að Hrólfur Ölvisson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, tengdist tveimur félögum sem skráð voru á Tortóla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Siggi ráðinn vöruþróunarstjóri Varist

Siggi ráðinn vöruþróunarstjóri Varist
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Þetta eru 5 dýrustu og 5 ódýrustu póstnúmerin á höfuðborgarsvæðinu

Þetta eru 5 dýrustu og 5 ódýrustu póstnúmerin á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir
Í gær

Allt á suðupunkti í Minnesota: Mótmælendur sátu fyrir ICE-liðum fyrir utan hótel í gærkvöldi

Allt á suðupunkti í Minnesota: Mótmælendur sátu fyrir ICE-liðum fyrir utan hótel í gærkvöldi
Fréttir
Í gær

Fluttur á sjúkrahús eftir eldsvoða í Reykjanesbæ

Fluttur á sjúkrahús eftir eldsvoða í Reykjanesbæ