fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Bílstjórinn sagður hafa valdið dauða Viola Beach

Sænska lögreglan segir bílstjórann hafa valdið slysinu viljandi – Var ekki undir áhrifum áfengis eða fíkniefna

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 10. mars 2016 18:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bílstjórinn sem ók bresku hljómsveitinni Viola Beach frá tónleikum þeirra í Svíþjóð í síðasta mánuði er sagður hafa valdið slysinu, sem varð til þess að allir meðlimir hljómsveitarinnar létu lífið.

Frá þessu er greint í Aftonbladet en þar er haft eftir Lars Berglund, yfirmanni rannsóknardeildar lögreglunnar, sem segir að ekkert bendi til þess að utanaðkomandi áhrif hafi ollið slysinu.

„Það lítur út fyrir að bílstjórinn hafi gert þetta af ásettu ráði,“ segir Berglund í samtali við Aftonbladet.

Eins og greint hefur verið frá var hljómsveitin nýbúin að halda sína fyrstu tónleika í tónleikaferðalagi hennar um Evrópu þegar að slysið varð. Bifreiðinni var þá ekið fram af brú á þjóðvegi nálægt Stokkhólmi með þeim afleiðingum að allir í bifreiðinni létu lífið.

Í bifreiðinni voru, ásamt bílstjóranum, allir fjórir meðlimir Viola Beach og umboðsmaður þeirra.

Samkvæmt lögreglunni í Svíþjóð var bílstjórinn, sem ekki hefur verið nafngreindur, hvorki undir áhrifum áfengið né fíkniefna þegar að hann ók bifreiðinni fram af brúnni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Tveir menn reyndu að brjótast inn í hraðbanka

Tveir menn reyndu að brjótast inn í hraðbanka
Fréttir
Í gær

Pútín boðar þriggja daga vopnahlé í maí og fær blendin viðbrögð

Pútín boðar þriggja daga vopnahlé í maí og fær blendin viðbrögð