fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fókus

Lífið eftir Downton

Það er nóg að gera hjá helstu leikurum þessara vinsælu þátta

Kolbrún Bergþórsdóttir
Föstudaginn 11. mars 2016 07:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarahópurinn úr Downton Abbey vann til fjölda viðurkenninga fyrir leik sinn í þáttunum, enda einvalalið þar á ferð. Maggie Smith var tvöfaldur Óskarsverðlaunahafi og heimsfræg áður en hún tók að sér hlutverk Violet Crawley, en meðleikarar hennar voru ekki eins þekktir. Það hefur sannarlega orðið breyting á því og tilboðin streyma til leikaranna. Heimsbyggðin hefur dálæti á leikurunum úr Downton Abbey.

Michelle Dockery (Mary Crawley) leikur í sjónvarpsmyndinni Good Behavior þar sem hún leikur konu sem losnar úr fangelsi og kemst í kynni við hættulegan mann. Hún fer einnig með hlutverk í kvikmyndinni The Sense of an Ending sem byggð er á bók eftir Julian Barnes. Charlotte Rampling og Jim Broadbent leika sömuleiðis í myndinni. Önnur kvikmynd sem Dockery leikur í er Consider Yourself, söngleikur um tónskáldið Lionel Bart sem er höfundur söngleiksins Oliver. Geoffrey Rush, Stephen Fry og Olivia Colman eru meðal annarra leikara.

Laura Carmichael sem lék Edith, systur Mary, er nú að leika á sviði í London í leikriti eftir Jean Genet. Hún fer með aukahlutverk í kvikmyndinni A United Kingdom og hennar bíður hlutverk í breskri sjónvarpsmynd í átta þáttum, spennutryllinum Marcella, en handritshöfundurinn er Hans Rosenfeld, handritshöfundur Brúarinnar.

Hugh Bonneville (Crawley jarl) mun senn sjást í Viceroy’s House ásamt Gillian Anderson, en sögusviðið er Indland árið 1947. Elizabeth McGovern (Cora Crawley) leikur í kvikmyndinni Showing Roots á móti Adam Brody.

Hlaut Golden Globe fyrir túlkun sína á Önnu Bates.
Joanne Froggatt Hlaut Golden Globe fyrir túlkun sína á Önnu Bates.

Joanne Froggatt (Anna Bates) leikur raðmorðingjann Mary Ann Cotton í sjónvarpsþáttunum Dark Angel. Þrjár kvikmyndir eru svo í farvatninu. Brendan Coyle (John Bates) fer með stórt hlutverk í The Rising um páskauppreisnina á Írlandi, og sést einnig í kvikmyndunum Me Before You og Unless.

Lily James (lafði Rose) hefur átt mikilli velgengni að fagna eftir leik sinn í Downton Abbey. Hún var heillandi Öskubuska í mynd Kenneth Branagh og lék Natöshu í bresku framhaldsþáttunum Stríði og friði eftir sögu Tolstojs. Hún leikur Elizabeth Bennet í Pride and Prejudice and Zombies, er í The Kaiser’s Last Kiss, sem gerist í Hollandi á tímum seinna stríðs, og mun sjást í kvikmyndinni Baby Driver ásamt Jamie Fox og Kevin Spacey.

Maggie Smith (Violet Crawley) er í smáhvíld eftir leik sinn í The Lady in The Van en hún hlaut Golden Globe tilnefningu fyrir leik sinn. Hún mun örugglega ekki verða verkefnalaus því hún er gríðarlega eftirsótt leikkona, orðin 81 árs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli