fbpx
Laugardagur 31.janúar 2026
Fréttir

Óður til æskunnar

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 30. janúar 2026 09:17

Tinna og Sóley

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Listakonurnar og systurnar Sóley Þorvaldsdóttir ljósmyndari og Tinna Þorvalds Önnudóttir teiknari, munu bjóða upp á leiðsögn á sýningu sinni Viltu vera memm? á Borgarbókasafninu Gerðubergi laugardaginn 31. janúar klukkan 15.

Tinna og Sóley ólust upp í Breiðholtinu á 9. og 10. áratugnum og á sýningunni sinni, Viltu vera memm?,  ferðast þær um æskuslóðir og þræða saman minningar og skáldskap með vatnslitum og ljósmyndum. Staðirnir hafa breyst og trén vaxið en augnablikin geymast í minningum og myndaalbúmum. Þær bjóða krakka-sjálfinu út að leika og hversdagurinn verður leikvöllurinn.

Á bak við margar myndanna eru sögur, sem samtvinnaðar mynda óð til æskunnar og óð til Breiðholtsins, sem systurnar munu deila með gestum.

Um listakonurnar:

Sóley Þorvaldsdóttir lauk námi í skapandi ljósmyndun frá Ljósmyndaskólanum árið 2023. Í verkum hennar mætast tilhneigingin til sögulegrar skrásetningar annars vegar og ljóðrænnar frásagnar hins vegar. Tíminn er algengt umfjöllunarefni og hún sækir innblástur víða að en fyrst og fremst í sitt eigið hversdagslega umhverfi.

Tinna Þorvalds Önnudóttir er myndlistar-, söng- og leikkona. Sem myndhöfundur vinnur hún aðallega með vatnsliti og penna. Verk hennar einkennast af björtum litum og leikgleði. Í þeim skapar hún oft persónur og söguþræði þar sem smáatriðin fá sviðsljósið og hið hversdagslega verður mikilfenglegt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sesselía leiðir nýtt svið hjá Högum

Sesselía leiðir nýtt svið hjá Högum
Fréttir
Í gær

Díana í Pussy Riot orðin íslenskur ríkisborgari ásamt 35 öðrum

Díana í Pussy Riot orðin íslenskur ríkisborgari ásamt 35 öðrum
Fréttir
Í gær

„Nú er ég hræddur um að einhver hafi fengið sleggjuna í trýnið”

„Nú er ég hræddur um að einhver hafi fengið sleggjuna í trýnið”
Fréttir
Í gær

Ummæli Jens Garðars á Alþingi í gær vekja mikla úlfúð – „Fullkomlega ömurlegt“

Ummæli Jens Garðars á Alþingi í gær vekja mikla úlfúð – „Fullkomlega ömurlegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump ákveður að hengja upp mynd af Pútín í Hvíta Húsinu

Trump ákveður að hengja upp mynd af Pútín í Hvíta Húsinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir tollverði hafa látið sig afklæðast að ástæðulausu og án lagaheimildar

Segir tollverði hafa látið sig afklæðast að ástæðulausu og án lagaheimildar