fbpx
Miðvikudagur 28.janúar 2026
Fréttir

Heiða Björg þiggur sætið

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 27. janúar 2026 13:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri, hefur ákveðið að þiggja 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík. Þó að niðurstaða prófkjörsins, þar sem Heiða laut í lægra haldi fyrir Pétri Marteinssyni, hafi verið vonbrigði telur Heiða að með því að þiggja 2. sætið geti hún unnið jafnaðarstefnunni mest gagn. Þetta kemur fram á Facebook.

„Kæru vinir og samferðafólk.

Ég vil þakka öllum þeim studdu mig í forvali Samfylkingarinnar um liðna helgi. Ennfremur vil ég þakka, frá mínum dýpstu hjartarótum, þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem störfuðu með mér í aðdraganda forvalsins.

Þó að niðurstaðan hafi verið mér vonbrigði þá finn ég til mikils þakklætis fyrir allan stuðninginn, óteljandi símtöl, greinar og skilaboð frá félögum og vinum á liðnum vikum og dögum. Það er gott að eiga góða að og hvatning ykkar síðustu daga hefur snert mig djúpt.

Ég vil ítreka hamingjuóskir mínar til Péturs Marteinssonar með sigurinn, þakka meðframbjóðendum mínum fyrir baráttuna og jafnframt óska þeim sem tryggðu sér örugg sæti og öflugan stuðning til hamingju með árangurinn.

Eftir samráð og samtöl við mína nánustu, stuðningsfólk og samstarfsólk í okkar samhenta meirihluta í borgarstjórn hef ég ákveðið að þiggja það sæti sem ég var kjörin í. Það er niðurstaða mín að þannig geti ég best áfram unnið jafnaðarstefnunni, jafnréttinu og okkar pólitísku hugsjónum mest gagn. Þátttakan í prófkjörinu sýnir slagkraft Samfylkingarinnar í borginni og niðurstaðan er mikil endurnýjun í bland við reynslumeiri frambjóðendur. Flokkurinn hefur valið og nú tekur vinnan við.

Ég mun að sjálfsögðu einnig halda áfram að gegna mínum skyldum sem borgarstjóri og borgarfulltrúi Samfylkingarinnar út þetta kjörtímabil samhliða kosningabaráttunni sem framundan er.

Fram til sigurs – látum verkin tala!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Þetta eru 5 dýrustu og 5 ódýrustu póstnúmerin á höfuðborgarsvæðinu

Þetta eru 5 dýrustu og 5 ódýrustu póstnúmerin á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Þetta segir einn þekktasti verkalýðsforingi landsins um ráðninguna á Bjarna

Þetta segir einn þekktasti verkalýðsforingi landsins um ráðninguna á Bjarna
Fréttir
Í gær

„Maður á að tækla raunveruleikann edrú“

„Maður á að tækla raunveruleikann edrú“
Fréttir
Í gær

Verkalýðsfélag með stórtæk áform í miðbæ Hafnarfjarðar – Kaupa tvö hús, eina lóð og leysa úr erfiðum hnút

Verkalýðsfélag með stórtæk áform í miðbæ Hafnarfjarðar – Kaupa tvö hús, eina lóð og leysa úr erfiðum hnút
Fréttir
Í gær

Fluttur á sjúkrahús eftir eldsvoða í Reykjanesbæ

Fluttur á sjúkrahús eftir eldsvoða í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórbrotinn sigur Íslands – Svíagrýlan jörðuð og draumurinn lifir

Stórbrotinn sigur Íslands – Svíagrýlan jörðuð og draumurinn lifir