fbpx
Laugardagur 10.janúar 2026
433Sport

City staðfestir kaup á Antoine Semenyo

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 9. janúar 2026 09:20

Antoine Semenyo

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester City hefur staðfest kaupin á framherjanum Antoine Semenyo frá AFC Bournemouth.

Semenyo, sem er 26 ára gamall, hefur skrifað undir fimm og hálfs árs samning við City og verður því á Etihad-vellinum til ársins 2031. Hann hefur risið hratt upp á stjörnuhimininn í ensku úrvalsdeildinni og þykir nú einn besti sóknarmaður deildarinnar.

Semenyo er fæddur í Lundúnum og hóf feril sinn hjá Bristol City. Hann var einnig lánaður til Bath City, Newport County og Sunderland áður en hann sló í gegn. Bournemouth sá möguleika hans og keypti hann á miðju tímabili 2022/23, en síðan hefur ferill hans aðeins farið upp á við.

Hjá Bournemouth lék hann alls 110 leiki og festi sig í sessi sem spennandi og eftirsóttur kantmaður. Nú tekur hann næsta skref á ferlinum hjá City, þar sem hann mun bæta sóknarlínu liðs Pep Guardiola með hraða, krafti og markheppni.

Semenyo er leikfær strax og getur einnig spilað í fyrri undanúrslitaleik Carabao-bikarsins gegn Newcastle United á þriðjudag. „Ég er afar stoltur af því að ganga til liðs við Manchester City,“ sagði hann og bætti við að félagið væri fullkominn staður til að taka leik sinn á næsta stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Vilja fá aukaleikara frá Arsenal á láni til að fylla skarð Semenyo

Vilja fá aukaleikara frá Arsenal á láni til að fylla skarð Semenyo
433Sport
Í gær

Hvorugur aðilinn vill nokkuð gefa upp

Hvorugur aðilinn vill nokkuð gefa upp
433Sport
Í gær

Kalla Ratcliffe trúð og kalla eftir breytingum – Boða til mótmæla

Kalla Ratcliffe trúð og kalla eftir breytingum – Boða til mótmæla
433Sport
Í gær

Jeppe til liðs við KA

Jeppe til liðs við KA
433Sport
Í gær

Áfram spretta upp sögur um ástandið í Beckham fjölskyldunni – Neitar að tala við foreldra sína nema í gegnum lögmann

Áfram spretta upp sögur um ástandið í Beckham fjölskyldunni – Neitar að tala við foreldra sína nema í gegnum lögmann
433Sport
Í gær

Bruno Fernandes hjólaði í fyrrum samherja þegar hann var með leiðindi – Sjáðu myndbandið

Bruno Fernandes hjólaði í fyrrum samherja þegar hann var með leiðindi – Sjáðu myndbandið