

Jesse Lingard hefur verið hvattur til að mætur aftur í enska knattspyrnu og ganga til liðs við félag í EFL-deildunum eftir að hann yfirgaf FC Seoul.
Lingard, sem er 33 ára gamall og fyrrverandi leikmaður Manchester United, lék síðustu tvö tímabil í Suður-Kóreu en samningi hans við FC Seoul var rift í desember. Hann er því nú samningslaus og framtíð hans óljós.
Fyrrverandi United-framherjinn Dwight Yorke telur að Lingard gæti snúið aftur til Englands og nefndi sérstaklega Wrexham sem áhugaverðan kost í Championship-deildinni.
Yorke sagði að Lingard væri enn klárlega með metnað til að spila áfram og að á Championship-stigi væri hann án efa dýrmæt viðbót. Hann bætti einnig við að endurkoma til heimalandsins gæti tengst því að vera nær dóttur sinni, auk þess sem Lingard gæti hjálpað Wrexham í baráttunni um sæti í úrvalsdeildinni.
Hollywood stjörnurnar sem eiga Wrexham gætu boðið Lingard ágætis samning en Ryan Reynolds er einn af eigendum félagsins.