fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
433Sport

Hringdi og fékk blessun Ferguson fyrir kvöldið

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 7. janúar 2026 11:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Darren Fletcher hefur greint frá því hvað hann ræddi við Sir Alex Ferguson áður en hann samþykkti að taka við sem bráðabirgðastjóri Manchester United eftir brottrekstur Ruben Amorim.

Amorim var látinn fara á mánudagsmorgun eftir stormasamt tímabil og tilkynnti United að breytingin hefði verið nauðsynleg til að hámarka möguleika liðsins á betri lokastöðu í úrvalsdeildinni. Í kjölfarið var staðfest að Fletcher myndi stýra liðinu gegn Burnley í kvöld.

Í gær ræddi Fletcher við fjölmiðla í fyrsta sinn í nýju hlutverki og viðurkenndi að hann hefði fyrst leitað til Sir Alex Ferguson.

„Ég vil ekki taka stórar ákvarðanir án þess að tala við Sir Alex. Hann var líklega fyrsti maðurinn sem ég hringdi í,“ sagði Fletcher. Hann bætti við að hann hefði viljað fá blessun skosku goðsagnarinnar, sem hann fékk.

Það er svo óvissa hver tekur við liðinu. Talið er að United sé að leita að bráðabirgðastjóra áður en félagið ræður mann til frambúðar í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Segir United fast í „Groundhog Day“ – Nefnir þá sem gætu tekið við

Segir United fast í „Groundhog Day“ – Nefnir þá sem gætu tekið við
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Skítleg framkoma hjá leikmanni Chelsea náðist á myndband í gær

Skítleg framkoma hjá leikmanni Chelsea náðist á myndband í gær
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Landar stærra starfi hjá Chelsea

Landar stærra starfi hjá Chelsea
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

KR staðfestir að Júlíus fari til Noregs – Keyptur ári eftir komu í Vesturbæinn

KR staðfestir að Júlíus fari til Noregs – Keyptur ári eftir komu í Vesturbæinn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Velta fyrir sér hvort ungstirni Arsenal fari annað í þessum mánuði

Velta fyrir sér hvort ungstirni Arsenal fari annað í þessum mánuði
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Solskjær í jarðarför Hareide í dag – Gæti tekið við United á morgun

Solskjær í jarðarför Hareide í dag – Gæti tekið við United á morgun
433Sport
Í gær

City greiðir örlítið minna fyrir Semenyo en talið var – Gæti hlaðist á upphæðina seinna meir

City greiðir örlítið minna fyrir Semenyo en talið var – Gæti hlaðist á upphæðina seinna meir
433Sport
Í gær

Allt í bulli hjá Tottenham og leikmaður hraunar yfir yfirmenn – „Þeir mæta bara þegar allt gengur vel“

Allt í bulli hjá Tottenham og leikmaður hraunar yfir yfirmenn – „Þeir mæta bara þegar allt gengur vel“