fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
433Sport

Setja umræðuna um næsta stjóra United í nýtt samhengi – Þarf að hafa þetta til að fá ráðningu

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 7. janúar 2026 11:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United er í stjóraleit þessa dagana, en talið er að félagið leiti bæði að bráðabirgðastjóra til að starfa út leiktíðina og manni sem myndi taka við í sumar til frambúðar.

Eins og flestir vita var Ruben Amorim rekinn í upphafi vikunnar eftir dapurt gengi á sínum 14 mánuðum í starfi. Samband hans við yfirmenn var þá sagt í molum undir restina.

Darren Fletcher mun stýra United gegn Burnley í kvöld en talið er að það verði hans eini leikur við stjórnvölinn. Ole Gunnar Solskjær er svo sterklega orðaður til að taka við til bráðabirgða út leiktíðina, en hann sjálfur ku vera meira en til í það.

Hvað varðar stjóraráðningu til frambúðar halda nokkrir af helstu miðlum því fram að United vilji mann með reynslu úr ensku úrvalsdeildinni.

Spilar þar inn í að síðustu tveir stjórar, Amorim og Erik ten Hag, hafa komið frá öðrum deildum, Portúgal og Hollandi, með enga reynslu úr enska boltanum og ekki tekist að aðlagast.

Þetta þrengir hring þeirra sem eru í umræðunni. Af stjórum sem starfa í ensku úrvalsdeildinni hafa Oliver Glasner og Eddie Howe til að mynda verið nefndir, þó sá síðarnefndi sé ólíklegur ef marka má nýjustu fréttir.

Einhverjir hafa þá kastað fram nafni Unai Emery, sem hefur gert frábæra hluti með Aston Villa og var áður stjóri Arsenal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Segir United fast í „Groundhog Day“ – Nefnir þá sem gætu tekið við

Segir United fast í „Groundhog Day“ – Nefnir þá sem gætu tekið við
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Skítleg framkoma hjá leikmanni Chelsea náðist á myndband í gær

Skítleg framkoma hjá leikmanni Chelsea náðist á myndband í gær
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Landar stærra starfi hjá Chelsea

Landar stærra starfi hjá Chelsea
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

KR staðfestir að Júlíus fari til Noregs – Keyptur ári eftir komu í Vesturbæinn

KR staðfestir að Júlíus fari til Noregs – Keyptur ári eftir komu í Vesturbæinn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Velta fyrir sér hvort ungstirni Arsenal fari annað í þessum mánuði

Velta fyrir sér hvort ungstirni Arsenal fari annað í þessum mánuði
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Solskjær í jarðarför Hareide í dag – Gæti tekið við United á morgun

Solskjær í jarðarför Hareide í dag – Gæti tekið við United á morgun
433Sport
Í gær

City greiðir örlítið minna fyrir Semenyo en talið var – Gæti hlaðist á upphæðina seinna meir

City greiðir örlítið minna fyrir Semenyo en talið var – Gæti hlaðist á upphæðina seinna meir
433Sport
Í gær

Allt í bulli hjá Tottenham og leikmaður hraunar yfir yfirmenn – „Þeir mæta bara þegar allt gengur vel“

Allt í bulli hjá Tottenham og leikmaður hraunar yfir yfirmenn – „Þeir mæta bara þegar allt gengur vel“