fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
Fréttir

Vistaður á Stuðlum eftir brot á skotvopnalögum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 6. janúar 2026 07:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alls voru 43 mál skráð í kerfi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu frá klukkan 17 í gær til klukkan fimm í morgun. Tveir gista fangageymslur.

Í umdæmi lögreglustöðvar 3 voru tveir menn handteknir fyrir brot á skotvopnalögum. Annar þeirra var vistaður á Stuðlum sökum aldurs og hinn í fangageymslu. Frekari upplýsingar um málið koma ekki fram í skeyti lögreglu.

Tilkynnt var um innbrot og þjófnað í heimahús í hverfi 210, en gerandi er ókunnur og málið í rannsókn. Í hverfi 112 var svo maður handtekinn fyrir að fara ekki að fyrirmælum lögreglu. Hann var látinn laus eftir samtal við varðstjóra.

Í hverfi 101 var ökumaður stöðvaður fyrir að aka á göngugötu og var hann sektaður fyrir vikið. Þá var maður í annarlegu ástandi handtekinn og vistaður í fangageymslu, en sá hafði verið til vandræða í hverfi 105.

Fyrir utan þetta voru nokkrir ökumenn teknir úr umferð vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ragnar Þór inn og Guðmundur Ingi út úr ríkisstjórn – Inga söðlar um

Ragnar Þór inn og Guðmundur Ingi út úr ríkisstjórn – Inga söðlar um
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Dauðsföll í árásinni á Venesúela mun fleiri en Hvíta húsið hélt fram – Sjö Bandaríkjamenn særðir

Dauðsföll í árásinni á Venesúela mun fleiri en Hvíta húsið hélt fram – Sjö Bandaríkjamenn særðir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Freyr stjórnarformaður og Ólafur Karl forstjóri KAPP

Freyr stjórnarformaður og Ólafur Karl forstjóri KAPP
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Söfnunarsíða fyrir Kjartan opnuð – „Góðu fréttirnar eru að hann er á lífi“

Söfnunarsíða fyrir Kjartan opnuð – „Góðu fréttirnar eru að hann er á lífi“