

Arne Slot, stjóri Liverpool, minnti á kollega sinn Ange Postecoglou í gær eftir markalaust jafntefli við Leeds.
Liverpool missteig sig hressilega á heimavelli og er nú 12 stigum frá Arsenal sem situr í toppsætinu.
Ange var mjög þrjóskur á að spila sinn bolta sem stjóri Tottenham og sagði að hans lið myndi spila sama leik og gera það sama þangað hlutirnir myndu lagast.
Því miður fyrir hann þá fékk hann sparkið að lokum eftir að hafa byrjað dvöl sína nokkuð vel í London.
Slot var ekki aðeins að tala um leikstíl sinna manna heldur benti einnig á að Liverpool væri mjög heiðarlegt lið innan vallar og væri mögulega refsað fyrir það.
,,Við erum eins og við erum og við unnum deildina með þessari hugmyndafræði í fyrra,“ sagði Slot.
,,Við munum halda áfram að gera sömu hlutina. Ég trúi því ekki að stundum gangi hlutirnir bara óvænt upp hjá þér og stundum ekki. Ef það gerist yfir þrjú eða fjögur tímabil þá skal ég íhuga að trúa því en allt breytist ekki á einu tímabili.“