fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
Fréttir

Segir fullyrðingar um aukna áfengisneyslu landans og aukna unglingadrykkju vera rangar

Ritstjórn DV
Föstudaginn 2. janúar 2026 17:00

Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Töluverð umræða hefur verið um netsölu áfengis í kjölfar þess að lögregla lokaði nokkrum afhendingarstöðum netverslana um jólin. Þau Ögmundur Jónasson og Ingibjörg Isaksen eru meðal þeirra sem hafa lagt orð í belg og saka þau áfengisnetverslanirnar um að ógna velferð barna.

Elías Blöndal Guðjónsson, annar eigandi áfengisnetsölunnar Sante, birtir grein á Vísir.is þar sem hann andmælir harkalega þessari fullyrðingu. Ennfremur segir hann að fullyrðingar um að áfengisneysla Íslendinga fari vaxandi sé byggð á röngum forsendum. Segir hann að áfengisneysla Íslendinga hafi ekki aukist síðasta áratug heldur dregist saman:

„Kjarninn í málflutningi þeirra er sú gamla kenning að aukið aðgengi leiði sjálfkrafa til aukinnar neyslu. Þau benda á opinberar sölutölur áfengis og segja þær sýna aukningu. Það sem þau gleyma hins vegar að nefna er sú staðreynd að á sama tíma hefur Ísland tekið á móti milljónum erlendra ferðamanna. Að reikna með neyslu þeirra í heildartölum og deila henni svo niður á íslenska þjóð er fráleit aðferðafræði.

Þegar þessi skekkja er leiðrétt blasir allt önnur mynd við. Opinber gögn sýna að áfengisneysla Íslendinga hefur ekki aukist síðastliðinn áratug þrátt fyrir opnun veitingastaða og tilkomu netverslana. Hún hefur þvert á móti dregist saman. Kenningin um að Íslendingar séu á barmi þess að drekka sig til óbóta vegna þess að þeir geta nú pantað vín á netinu eru því hrein og klár ósannindi.“

Ennfremur segir Elías að fullyrðingar um að unglingadrykkja fari vaxandi vegna netverslana séu alrangar. Hann skrifar:

„Þetta er ekki bara rangt heldur er það beinlínis óábyrgt að halda slíku fram án nokkurra sannana. Allar tiltækar tölur sýna þveröfuga þróun. Árið 1998, áður en nokkur netverslun var til, höfðu 42% unglinga í 10. bekk drukkið áfengi síðastliðna 30 daga. Árið 2025 er þetta hlutfall komið niður í sögulegt lágmark, eða 8%. Hin meinta neyslustýring ríkisins er byggð á misskilningi. Önnur öfl er miklu áhrifaríkari eins og nýjar tölur um hratt minnkandi áfengisneyslu í hinum vestræna heimi sýna með afgerandi hætti.“

Greinina má lesa hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þjóðin virðist almennt ánægð með Skaupið – „Hvað þær ná okkur skemmtilega“

Þjóðin virðist almennt ánægð með Skaupið – „Hvað þær ná okkur skemmtilega“
Fréttir
Í gær

Erfið nýársnótt á höfuðborgarsvæðinu – Hnífsstunga, eldar, flugeldaslys og ölvun

Erfið nýársnótt á höfuðborgarsvæðinu – Hnífsstunga, eldar, flugeldaslys og ölvun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Innbrotsþjófar létu greipar sópa á Seltjarnarnesi – „Sárast að missa skartgripi og fleira sem hefur mikið tilfinningalegt gildi“

Innbrotsþjófar létu greipar sópa á Seltjarnarnesi – „Sárast að missa skartgripi og fleira sem hefur mikið tilfinningalegt gildi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

ESB hefur áhyggjur af makrílsamkomulagi Íslands og þriggja annarra ríkja – Mikil ofveiði

ESB hefur áhyggjur af makrílsamkomulagi Íslands og þriggja annarra ríkja – Mikil ofveiði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

70% hlynnt því að samfélagsmiðlar verði bannaðir börnum

70% hlynnt því að samfélagsmiðlar verði bannaðir börnum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Var rukkaður um gjald fyrir að skipta jólagjöf í minni stærð – „Stefna fyrirtækisins“

Var rukkaður um gjald fyrir að skipta jólagjöf í minni stærð – „Stefna fyrirtækisins“