
Raheem Sterling gæti loks verið á leið frá Chelsea, hvar hann er algjörlega úti í kuldanum.
Sterling, sem er 31 árs, var á láni hjá Arsenal á síðasta tímabili en náði þar aldrei að festa sig í sessi og sneri aftur á Stamford Bridge síðasta sumar.
Þar hefur hann hins vegar ekki spilað eina mínútu á tímabilinu og hefur æft einn. Þrátt fyrir það hafnaði hann meðal annars tilboði frá Bayern Munchen þar sem hann vildi ekki flytja fjölskyldu sína frá London.
Nú er Sterling orðaður við Fulham og ku Chelsea vera til í að greiða honum áfram stóran hlutan launa sinna ef hann fer þangað á láni. Kappin er með 325 þúsund pund á viku.
Fulham horfir einnig til hins unga Tyrique George hjá Chelsea, sem hefur spilað lítið í deildinni en vakið athygli í deildabikarnum.