fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
Pressan

Sagan um hjónaband Dolly Parton og hvers vegna eiginmaður hennar hélt sig utan sviðsljóssins

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 30. desember 2025 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dolly Parton var aðeins 18 ára þegar hún flutti af æskuheimili stórrar fjölskyldu sinnar til Nashville þar sem hún hugðist leita frama í tónlistinni. Hún saknaði foreldra sinna og 11 systkina. Hún var líka örvæntingarfull og bláfátæk, svo fátæk að stundum reikaði hún um hótelganga á kvöldin í leit að hálfétnum matarbökkum sem gestir höfðu sett fram á gang og biðu eftir að hótelstarfsmenn kæmu að sækja þá.

„Manneskja sem er að grunni til mjög heiðarleg getur gert örvæntingarfulla hluti þegar hungrið kallar.“

En það var þó ekki allt ómögulegt því Dolly hafði hitt ungan heimamann fyrir utan þvottahús sem hún sótti reglulega.

Útlit Carls Dean vakti athygli Dolly eins og rithöfundurinn Martha Ackmann bendir á í væntanlegri ævisögu sinni um söngkonuna, Ain’t Nobody’s Fool. Parton líkaði að „hann virtist hafa meiri áhuga á því hver hún var en hvernig hún leit út.“

Samt sem áður þróaðist sambandið hratt „af hans hálfu og hægt og rólega af hennar hálfu.“ Dolly var „hugfangin“ en þegar Dean tilkynnti að hann ætlaði að giftast henni kom það flatt upp á hana.

„Henni líkaði meira við Carl en nokkurn annan sem hún hafði nokkurn tíma verið með, en hún var staðráðin í að koma ferlinum sínum af stað,“ skrifar Ackmann. „Að auki hafði Dolly séð hvaða hlutskipti beið kvenna sem giftust sig ungar og eignuðust fullt af börnum.“

Dolly er sú fjórða í röðinni af 12 systkinum og var móðir hennar orðið 12 barna móðir aðeins 35 ára að aldri. Þar sem Dolly hafði hjálpað til við að ala upp svo mörg yngri systkini sín hafði hún ekki mikinn áhuga á að eignast börn sjálf. Hún leit heldur ekki á sig sem dæmigerða húsmóður.

Dolly níu ára gömul

Sem betur fer gat hinn hljóðláti og kurteisi Dean eldað og saumað og var tilbúinn að sinna heimilisstörfunum. „Þau snéru bara hlutverkunum við,“ segir frænka Partons, Judy McMahan Manis, í bókinni. „Ef Clint Eastwood og Marlboro-maðurinn ættu barn, þá væri það Carl.“

Það var eitt sem Dean og Dolly áttu ekki sameiginlegt. Hann hafði alls engan áhuga á skemmtanabransanum.

Einu sinni heimsótti hann Dolly  í upptökustúdíó á meðan hún var að taka upp Dumb Blonde árið 1966 en hann fór fljótt aftur. „Hver ​​vill hlusta á sama lagið sungið aftur og aftur?“ sagði hann að sögn.

Eitt af þekktustu lögum Partons, Jolene, varð til eftir að hún tók eftir því að rauðhærður bankagjaldkeri virtist vera skotin í Dean og byrjaði að stríða honum vegna þess.. Nafnið kom hins vegar frá lítilli stúlku sem bað Dolly um eiginhandaráritun.

Bæði Dean, sem átti hellulagningarfyrirtæki, og Dolly settu hvort öðru skilyrði: Hann myndi aldrei fara með henni á kvikmyndafrumsýningu eða verðlaunaafhendingu. Og söngkonan, sem var afar trú ferli sínum, var aldrei til staðar til að elda eða þrífa.

„Henni líkaði sjálfstæði hans og sagði að hún þyrfti frelsi bæði í hjónabandi sínu og sem eldsneyti fyrir sköpunargáfu sína,“ skrifar Ackmann.

Þau giftust árið 1966, þegar hún var 20 ára og hann 23 ára.

Dolly og Dean

Þótt Dean hafi stundum ekið eiginkonu sinni á tónleika í Grand Ole Opry, skrifar Ackmann: „Carl sagði Dolly að hann hefði engan áhuga á glæsibrag eða smóking. Honum fannst athyglin pirrandi og ágeng þegar allt sem hann vildi var einkalíf. Aðdáendur réðust á hann í bílavarahlutaversluninni, pláguðu hann á boltaleikjum og reyndu að fá eiginhandaráritun þegar hann borðaði á Ponderosa Steakhouse.

„Einu sinni þegar hann og Dolly settust niður á veitingastað nálguðust aðdáendur og Carl möglaði. Þegiðu, Carl, sagði Dolly við hann. Þeir eru á eftir mér.“

Vinur Dolly, Fred Foster, bjó nálægt þeim og sagði í viðtali að hjónin hefðu farið í tjaldferðir vestur á bóginn og farið í frí til Flórída. En Dean hataði að fljúga og eitt af „uppáhaldsáhugamálum þeirra var að keyra til smábæja í suðrinu.“ Foster sagði að „hjónaband þeirra gæti virst undarlegt fyrir marga, en þau virtust komast vel af með sínu lagi.“

Dean heimsótti einnig leynilega Dollywood, skemmtigarð Dollyí Pigeon Forge í Tennessee, nálægt þar sem hún ólst upp.

„Hann keypti sinn eigin miða, stóð í röð og fékk miðann sinn. Hann vildi ekki að einhver gæfi honum miða því hann var eiginmaður Dolly,“ sagði Dolly í viðtali við Knoxville News-Sentinel.

Dolly sannaði það fyrir öllum að hún væri klár viðskiptakona sem vissi hvað hún átti skilið.

Þegar umboðsmaður Elvis Presley, Tom Parker, hringdi til að segja að Presley vildi taka upp lag hennar, I Will Always Love You, var Parton, sem var einlægur aðdáandi Presley, himinlifandi. Þá komst hún að því að Presley tók aðeins upp lög sem hann átti allan eða helming útgáfuréttarins að.

„Þrátt fyrir að tilboðið var freistandi,“ skrifar Ackmann, „skildi Dolly að það væri mikilvægt að viðhalda fjárhagslegri stjórn á eignum sínum, bæði sem listamaður og sem meðlimur stórrar fjölskyldu“ sem hún ætlaði að arfleiða eignir sínar að.

Þetta var hugrökk ákvörðun frá 28 ára gamalli konu sem keppti við frægasta söngvara heims.

Um miðjan áttunda áratuginn var Dolly á stöðugu tónleikaferðalagi en græddi ekki mikið eftir útgjöld. Hún var pirruð yfir misræminu og flaug því til New York til að hitta stjórnendur útgáfufyrirtækja.

„Þegar þið kellingarnir lærið að selja kvenkyns Elton John með sítt hár og stór brjóst sem klæðist eins og skrímsli,“ sagði hún að sögn, „þá munum við græða peninga.“

Þegar frægð og auður Dolly jókst gríðarlega, var Dean áfram áhugalaus um glæsiheim eiginkonu sinnar. Hann stóð fastur á sínu þegar fólk reyndi að fá hann í viðtöl eða til að segja athugasemdir um eiginkonu sína:

„Ég skal mæta eitthvað, drekka bjór og spjalla við þig,“ sagði hann við blaðamenn. „En ég ætla alls ekki að ræða Dolly.“

Dean lést í mars, 82 ára að aldri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

12 ára drengur bjargaði mannslífum eftir að leið yfir móður hans undir stýri

12 ára drengur bjargaði mannslífum eftir að leið yfir móður hans undir stýri
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Við buðum manni inn á heimili okkar á jólum og hann fór ekki næstu 45 ár“

„Við buðum manni inn á heimili okkar á jólum og hann fór ekki næstu 45 ár“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fundu leynda grafhvelfingu musterisriddara í Póllandi þar sem hið heilaga gral gæti leynst

Fundu leynda grafhvelfingu musterisriddara í Póllandi þar sem hið heilaga gral gæti leynst
Pressan
Fyrir 5 dögum

Zelensky óskar Pútín dauða í jólaávarpi

Zelensky óskar Pútín dauða í jólaávarpi
Pressan
Fyrir 1 viku

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi
Pressan
Fyrir 1 viku

Nú verður brátt hægt að fá vinsælt offitulyf í töfluformi

Nú verður brátt hægt að fá vinsælt offitulyf í töfluformi
Pressan
Fyrir 1 viku

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi
Pressan
Fyrir 1 viku

Rússneskur herforingi sprengdur í loft upp

Rússneskur herforingi sprengdur í loft upp